Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Pestarbæli...
Heldur bálegt ástandið á heimilinu núna, stelpurnar báðar lagastar í flensu og húsmóðirin ekki alveg heil heilsu heldur. Samt ekki alveg eins veik og þær. Ég hef barasta aldrei vitað eins harðgera flensu, Eliza er búin að liggja síðan á laugardaginn, með háan hita, en Anita lagðist í gær. Alveg merkilegt hvað hitalækkandi hefur lítil áhrif á Anitu. Hún fer alveg uppí 40 stiga hita, fær hitalækkandi, og þá eftir 1-2 tíma að þá er hitinn kannski kominn niður í 39.3, þó að hún sé bara á nærfötum. Ég hef aldrei kynnst þrautsegjari hita eða jafn langri flensu. Þær vöknuðu báðar með 39 stiga hita í morgun svo að þetta er greinilega ekkert á undanhaldi. Einnig fylgir þessu barkabólga, hæsi og hósti. Svo að ég mæli ekkert með að fólk sé að koma í heimsókn á meðan þessi ósköp dynja yfir, nema náttúrulega að það vilji ná sér í flensu!! Vonandi verður þessu nú lokið um helgina samt, ekki gaman af þessu veikindastússi!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Draumfarir
Við vorum bara að vakna, en ég get ekki annað en sest niður og skrifað niður þennan draum sem að mig dreymdi í nótt, hann er svo rosalega sterkur.
Ég er á gangi niður aðalgötu bæjarins ásamt vinkonu minni. Við erum staddar ca. við hliðiná gamla pósthúsinu, áður en við komum að Paddy's. Þá sjáum við flugvél vera að hrapa, neðar í götunni, hún stefndi ca. þvert niður, var hvít og blá með Icelandair logoinu á stélinu og svo kom bara hvellur og svona eldhaf sem að barst upp götuna í áttina á okkur. Við náðum að forða okkur á bak við næsta bíl á meðan eldhafið fór framhjá, en þvílíkur hiti. Ég reyndi að hringja í 112 en það var alltaf á tali. Þegar hitann lægði ákvaðum við að fara nær, en þá var vinkona mín allt í einu orðin önnur vinkona mín og sú átti heima neðar í götunni, og í húsinu hennar voru börnin hennar sofandi. Við hlupum niðureftir og sáum þá hvar flugvélin stóð beint uppúr einum elsta skemmtistað bæjarins, stélið upp, en núna var þetta ekki Icelandair, heldur logo frá öðru flugfélagi sem að ég man ekki hvað heitir, samt svona gyllt á lit. Húsið hennar var við hliðina skemmtistaðnum, en allir heilir á húfi þar inni. Ég kvaddi hana, og sagðist ætla að kíkja á systur mína, en systir mín var samt aldrei nafngreind í draumnum. Allt í einu er ég stödd á bakvið skemmtistaðinn þar sem að flugvélin stendur uppúr húsinu og allt brunnið í kringum hana. Þá tek ég eftir að það er fullt af fólki í sjónum, en það er samt allt lifandi og á leið til lands. Það var samt mjög djúpt í vatninu, uppað höndum og haus. Ég þekkti ekki þetta fólk, þetta voru farþegar úr flugvélinni.
Samkvæmt www.draumur.is táknar það að dreyma flugslys eftirfarandi:
Flugslys í draumi er merki um að dreymandinn sé undir miklu álagi og setji sér markmið sem hann á erfitt með að ná. Eins gæti þetta verið merki um skort á sjálfstrausi sem hindrar dreymandann í að ná markmiðum sínum.
Og þá vitum við það - ég er undir miklu álagi og skortir sjálfstraust etc. hehehe Verð greinilega að fara að vinna í mínum málum!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Já já, soldill munur...
800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)