Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Föstudagur, 28. september 2007
Ein milla á mann...
![]() |
Grunnskólanemendur kosta milljón á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Hvað er að dómskerfinu...
...að dæma manninn ekki til þyngri refsingar? Sekt hans var sönnuð svo um munar og maður í hans stöðu hefði átt að vita betur. Lögmaður, for crying out loud!
Ég spyr mig bara að einu, hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart 4 stúlkum. En í dómsskjölunum kemur m.a. fram að lögregla hafi fundið og gert upptæka minnisbók á heimili hans, sem innihélt nöfn, netföng og símanúmer 335 stúlkna!! Er ekki næsta víst að hann hafi brotið kynferðislega gegn einhverjum þeirra líka? Fyrir utan þetta fundust ljósmyndir á tölvum hans og myndbandsspólur. Fleira áhugavert kemur fram í dómnum fyrir þá sem nenna að leggja á sig soldinn lestur http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700190&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Reyndar finnst mér skrýtið að refsiramminn er léttari ef að skyldmenni fremur kynferðisafbrot (allt að 12 ár) heldur en ókunnugur (allt að 16 ár) - mér finnst bæði jafn slæmt. http://althingi.is/altext/133/s/1390.html
Mér persónulega finnst að hann hefði átt að fá lengri dóm, það hlýtur að vera hægt að fara einhvern milliveg í dómum, ég er ekki að segja að við ættum að taka upp USA stæl dóma - en 3 ár eru alltof vægur dómur, kannski 3 ár fyrir hvert brot sé nær, 4x3=12 ár - ég hefði verið sáttari við þann dóm...
Þetta er dæmi frá USA - 200 ára fangelsisdómur vegna barnakláms stendur
Nú er búið að taka út þann möguleika að blogga um þessa frétt, svo harkaleg viðbrögð hefur hún vakið hjá almenningi!
![]() |
Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Annir
Já, það er alveg merkilegt hvað maður getur alltaf hreint verið upptekinn. Síðan að skólinn byrjaði, eru allt í einu of fáir tímar í sólarhringnum, til að koma öllu því í verk sem að þarf að gera. Annars hef ég góða tilfinningu fyrir skólanum og held að ég eigi alveg eftir að plumma mig þar - svo framarlega sem maður nær að halda í við hraða yfirferð á námsefninu. Er alveg búin að komast að því að háskólanám gerir ekki ráð fyrir því að þú eigir líka heimili, börn og félagslíf sem þarf að sinna, og öll þessi atriði hafa fengið að sitja á hakanum undanfarið.
Þannig að þeir vinir mínir sem að finnst þeir eitthvað afskiptir þessa dagana, örvæntið ekki, ég kem aftur til byggða eftir tæp 3ár. hehehe Vonum að þetta eigi eitthvað eftir að lagast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Bjartsýn
![]() |
Starfsaldur hefur minni áhrif á laun kennara á Íslandi en í OECD ríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 16. september 2007
Tær snilld
![]() |
Tíu ár síðan lénið google.com var skráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Jahá...
![]() |
Taka þarf farsíma af nemendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2007
Símar
Ég man þegar ég einaðist minn fyrsta GSM síma. Fékk forlátann síma í afmælisgjöf frá pabba árið 1999, af Ericson gerð (áður en Sony keypti það), svartan og gulan hlunk, um það bil 3x stærri heldur símar dagsins í dag, og þykkari. Veit að maðurinn minn var enn fyrr í þessu, var kominn með síma í kringum 1994, þá risa hlunk sem engum dytti í hug að burðast með í beltinu í dag eins og var gert þá. Hann dauðskammaðist sín fyrir að vera með þetta, þá var lame að vera með GSM síma, en þurfti á honum að halda vegna fyrirtækisins sem að hann rak. Núna dauðskammast fólk sín ef að þá á ekki GSM síma. Tímarnir breytast og mennirnir með, það er óhætt að segja það.
Annars á hún Stórvinkona mín hún Sólveig afmæli í dag, 30 ára, og systir hennar líka, ég vil óska þeim stöllum innilega til hamingju með daginn, kannski ég sendi þeim eins og eitt SMS í tilefni dagsins!
Over and out
![]() |
Farsímatæknin orðin 20 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)