Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Föstudagur, 18. janúar 2008
Nú verð ég bara að tjá mig...
...skrapp í búð á miðvikudaginn (sem var hinn 16. dagur janúarmánaðar) og fékk hálfgert sjokk. Það eru komin páskaegg í búðirnar og ég er enn að klára jólakonfektið! Mér finnst nú full langt gengið að setja páskaegg í búðir í janúar - þó að páskarnir séu í mars!
Ég trúi því nú ekki að ég sé ein um þessa skoðun!
Annars er ég byrjuð í skólanum á fullum krafti aftur. Jólaprófin komu mjög vel út hjá mér, mér tókst náttúrulega að brillera í öllum fögum svo nú er eins gott að standa sig til að halda standardinum uppi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)