Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Fimmtudagur, 30. október 2008
Hvenær lærir fólk af reynslunni....
...ég man alltaf að þegar ég var unglingur að þá hafði það nýverið skeð að drengur hafði orðið fyrir heilaskaða eftir að hafa sniffað og það var gerður einhver þáttur eða heimildarmynd um hann og brýnt fyrir okkur að svona yrði komið fyrir okkur myndum við einhverntímann sniffa. Ég veit ekki betur en það hafi haft tilætluð áhrif - a.m.k. er sniff eitthvað sem hefur alltaf verið mjög fjarlægt mér og mínum vinum og eitthvað sem ég myndi aldrei prófa.
Ég held að það sé kominn tími til að sýna þennan þátt aftur eða framleiða álíka þátt - markhópurinn væru unglingar í elstu bekkjum grunnskóla - verst að svona þættir kosta eitthvað í framleiðslu svo það er væntanlegt heljarinnar ferli að fá styrk og svoleiðis til verkefnisins - sérstaklega í ljósi efnahagsaðstæðna. Ég tel að svona "shock treatment" gefi góða raun í forvörnum hvort sem um er að ræða reykingar, áfengi og vímuefni(sniff) eða kynsjúkdómar og getnaður!
Mjög áhættusamt að sniffa gas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 23. október 2008
190km norðvestur af landinu...
Hafísinn færist suður á bóginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Loksins...
Hekla getur gosið hvenær sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. október 2008
brrrrr.........
Já, ég gat ekki hugsað annað í gærmorgun þegar ég vaknaði hvort ég hafi virkilega sofið svona lengi. Farið að sofa í október og vaknað í desember. Ótrúleg ofankoma sem hefur verið hjá okkur síðustu daga - í byrjun október, ekki alveg það sem við eigum að venjast hérna á suðvesturhorninu. En ég var í byrjun ágúst búin að spá hörðum vetri svo að þetta er alveg í takt við þá spádóma mína
Fór í gærkvöldi ásamt hópi af góðu fólki á sýninguna Fló á skinni í Borgarleikhúsinu og skemmti mér alveg konunglega. Skemmtilegt gamanleikrit þar á ferð fyrir þá sem finnst gama að hlæja. Fórum eftir sýninguna að borða á Vegamótum og fengum stórgóðan mat. Góð leiksýning+góður matur = gott og skemmtilegt kvöld.
Hef verið undir svolitlu álagi undanfarið, þ.e. mikið að gera hjá mér svo að tími minn er af skornum skammti í einhver skemmtilegheit. Núna er það bara vinna, læra, sækja skóla, borða, sinna börnum, heimilistörfin (í lágmarki þó) og sofa svona þegar ég má vera að því....hehehe, en nei nei, þetta er allt að verða komið í rútínu hjá mér og álagið fer vonandi smám saman að jafnast út.
Jæja, best að snúa sér að einhverjum skemmtilegheitum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)