Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Kókosbolluát...
...einu sinni fannst mér kókosbollur MJÖG góðar. (finnst það nú enn sko) Þetta var á þeim tímum sem að það fékkst svokallað "kókosbollukrem" í stórum boxum út í búð. Þetta gat ég gúffað í mig með skeið uppúr boxinu. (hef lært að hemja mig núorðið í kókosbolluátinu, ekki hinu átinu samt hehehe) Hef hlotið ómælda stríðni í gegnum árin frá ættingjum síðan út af þessu kókosbollukremsáti mínu. (ég vil taka það fram að ég var 12 ára þegar þetta átti sér stað!)
Það er greinilegt að þessir innbrotsþjófar hafa verið tæknisinnaðir sælkerar!
Þrír handteknir með kókosbollur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Einhverfa
Ég er alveg viss um það að við þekkjum öll einhvern sem myndi greinast á einhverfurófinu einhversstaðar - ég gæti strax farið að nefna nöfn
En hvaða úrræði er fyrir fólk sem orðið er fullorðið og er greinilega á einhverfurófinu?
Mér finnst alveg vanta upplýsingar um hvernig fólk ber sig að!
Einhverf börn greinast loks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
En hvað með Bubbles?
Tetris sagður draga úr áhrifum áfallastreitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Gleðilegt ár og svo fram eftir götunum! :o)
Langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka fyrir þau gömlu og góðu sem við höfum átt saman í gegnum tíðina.
Hér á heimilinu hafa jólin og áramótin verið umvafin veikindum, allt heimilisfólkið búið að liggja yfir hátíðarnar og ég ligg enn. Já það er ekkert grín að slá niður og enda með lungnabólgu. En allir eru að hressast og ég vænti þess að verða orðin rólfær innan fárra daga.
Nú þar sem þessi jól voru af rólegri gerðinni að þá var þeim mest varið í að horfa á imbann og að púsla Wasgij? púsluspili. Er búin að spila óteljandi Bubbles leiki og sofa út í eitt. Held svei mér þá að ég hafi aldrei tekið því svona rólega um ein jól. En jæja, maður hefur bara gott af því!
Nú fer í hönd sá tími að bíða eftir að einkunnir skili sér frá kennurum og er ekki laust við að ég sé orðin hálf pirruð á sumum kennurum sem ekki hafa einu sinni skilað svo mikið sem einni einkunn fyrir verkefni sem unnin voru á önninni. Er búin að fá út úr því prófi sem ég fór í síðast af öllu og öllum verkefnum í þeim kúrs og er barasta mjög sátt, enda er ekki annað hægt
Er nú búin að skipta við vinkonu mína á Wasgij? pússluspili svo að ég er komin með ferska þraut í hendurnar - mér ætti þá ekki að leiðast á næstunni. Þarf samt eiginlega að fara að hressast þar sem vinna hefst eftir helgi - og ég á margt eftir ógert á næstunni. Blessunarlega byrjar skólinn ekki fyrr en undir miðjan janúar
Vona að árið 2009 verði okkur öllum gott og heilladrjúgt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)