Rosalegt alveg...

...sendi hlutaðeigandi innilegar samúðarkveðjur og býð fram aðstoð mína ef það er eitthvað sem ég get gert!
mbl.is Bruni í sumarhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skólanum, í skólanum....

Hef verið einstaklega upptekin undanfarið við vinnu mína. Það þarf að líta í mörg horn þegar skólastarfið hefst að nýju eftir sumarfrí. En núna fer smám saman að hægjast um, þar til ég byrja sjálf í mínum skóla um mánaðarmótin - þá verð ég aftur komin á span.

byssaÉg bara varð aðeins að tjá mig um þessa frétt hér að neðan, þar sem þetta er minn framtíðarstarfsvettvangur.  ER EKKI FOKKING VERIÐ AÐ DJÓKA????  Allt dettur þeim nú í hug í henni Ameríku, en vá, ég hélt ekki að þeir væru svona rosalega vitlausir. Byssur í skólastofunni er ekki góð hugmynd.  Ég sé þetta alveg í anda - kennarinn heldur nemendunum í gíslingu með því að miða á ÞÁ byssu - þá er nú eins gott að fara að haga sér og sinna náminu! Og vei þeim nemanda sem er með múður!

Allavegna, finnst þetta vera svona nokkrum skrefum of langt gengið!


mbl.is Kennarar fá að bera byssur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjó!

frjokornOg þá er ég ekki að tala um sjálfa mig heldur þann ógrynni af frjókornum sem svífa um í loftinu. Frjómagn hefur aldrei mælst meira og samkvæmt fréttinni er samt aðal frjótímabilið eftir. Eða eins og segir þar: "Framundan er aðalfrjótími grasa á Íslandi en hámarkið kemur jafnan í síðari hluta júlí eða í byrjun ágústmánaðar. "

Það er því ekki að ástæðulausu að við fjölskyldan flýjum land á akkúrat þessum árstíma!


mbl.is Frjómagn aldrei jafn mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúft að vera í sumarfríi.

Dagskrá dagsins var á þá leið að ég ætlaði að þvo þvott og þrífa svolítið - en hún riðlaðist heldur betur vegna veðurs. Við mæðgur skriðum á fætur rúmlega 9 og þá voru það morgunverkin, lesa blöðin, borða morgunmat ásamt tannburstuna og myglhreinsun. Að því loknu ákváðum við mæðgur að fara í gönguferð um hverfið og tókum með okkur nesti og teppi og varð þetta hin fínasta lautarferð hjá okkur enda einmunablíða í dag - sól og "svo-til-logn."  Eftir lautarferðina skelltum við okkur í sundlaugina ásamt um það bil hálfu bæjarfélaginu, svo mikill var mannfjöldinn.  En ljúfur dagur á allan hátt - verst að það er eitthvað að draga fyrir sólu núna, það hefði verið næs að leggjast út á pall núna! Vonandi eru þessir dagar forsmekkurinn á því sem koma skal restina af fríinu! Cool

You go girls!

Human_infant_newborn_babyStyð heilshugar baráttu ljósmæðra fyrir bættum kjörum. Fáránlegt að manneskjur með 6 ára háskólanám á bakinu séu á lægri launum en aðrir ríkisstarfsmenn með 6 ára háskólanám á bakinu. Finnst það vera mikið ábyrgðarhlutverk að bera ábyrgð á mannslífum daginn út og daginn inn - og þá iðulega tveimur eða fleiri á sama tíma. Ættu líf og heilsa nýfæddra barna og mæðra þeirra ekki að vera forgangsmál í þjóðfélaginu ef stuðla á að vexti þjóðarinnar og heilbrigði. Mér finnst það einhvernveginn vera rökréttari stefna. Lögfræðingar ljúka líka 6 ára háskólanámi en eru mun hærra launaðir hjá ríkinu við að verja úrhrök samfélagsins. Er ekki eitthvað að þessari stefnu?

Annars innilega til hamingju með afmælið í gær Anna Sigga frænka - skemmtilegur afmælisdagur eða hitt þó heldur að þurfa að segja upp vinnunni sinni!

Þetta ástand er skandall og ótrúlegt hvað það er búið að vera viðvarandi í mörg ár!


mbl.is Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Scratch scratch...

Guð hvað ég er sammála, 2. - 3. daga skegg er bara hot - fær mann til að kikna í hnjáliðunum Blush

Verst hvað ég er með mikið ofnæmi fyrir skeggbroddaklóri svo að þeir eru eiginlega ekki hentugir fyrir mig...........múhahahahahaha Crying

Alskegg og hormottur finnast mér vera agalega fráhrindandi Sick

Pitt og Clooney eru því klárlega málið ásamt JFK InLove

Annars á ég 35 ára skírnarafmæli í dag ásamt því að vera fyrsti dagur í sumarfríi hjá mér - þarf maður meiri afsökun til að gera sér dagamun? Held ekki! Verst að sólin hefur frétt af því að ég væri komin í sumarfrí og ákveðið að flýja af hólmi eftir að hafa verið daglegur gestur á pallinum hjá mér undanfarnar tvær vikur á meðan maður stritaði fyrir lífsins brauði. Týpískt! Klárlega lögmál Murphys hér á ferðinni!


mbl.is Skeggbroddar leiðin til að vinna hjarta konunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...passaðu þrýstinginn maður!

Þetta gerist ef fólk fer ekki reglulega í sumarfrí......hehehe

 

Ykkur býðst að sjá fleiri klipps af þessu í lokin því auðvitað voru fullt af næs samstarfsfólki með myndavélasíma og tóku upp aðfarirnar og svo ratar þetta beint á YouTube!

Annars er í dag kvenréttindadagurinn svo að gleðilegan 19. júní konur nær og fjær!


Ofnæmi

frjokornJú jú, það tímabil er að byrja núna með tilheyrandi nefstíflum og næsheitum. Vonandi að þetta nýja ofnæmislyf sé eitthvað betra en þau lyf sem bjóðast nú. Ég er orðin dauðleið á stíflum og hnerrum - og hananú!
mbl.is Frjókornaofnæmi: Nýtt og betra lyf í þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og niðurstaðan varð...

Jæja - ég hafði rétt fyrir mér að nokkru leyti...ekki alveg út í hött hjá mér en hér að neðan eru þau lög sem komust áfram bláletruð.

  1. Montenegro – krumpuð skyrta
  2. Ísrael – vöðvabúnt sem söng eins og kelling – svo sem í lagi lag
  3. Eistland – sveittir perralegir karlar og hálf naktar gellur – ógeðslegir
  4. Moldavía – rauðir eyrnalokkar og bangsi – mikið rok á sviðinu – leiðinlegt lag – berfætt – þurfa líklega að taka rútuna heim.
  5. San Marino – drungalegur gaur sem slapp líklega úr dýflissu – allir mættu í fermingarfötunum. og enn með eighties klippinguna.
  6. Belgía – Sound of music stæl íklædd austurríska fánanum – full fjölþreifin við sellóleikarann sviðinu – agalega happý og leiðinlega euróvisjónlegt.
  7. Aserbaijan – Töff og getnó gaurar – komast örugglega áfram
  8. Slóvenía – 2 svarthöfðar á Heelies skóm mættir á svið með grænni gellu – agalega vond litasamsetning á búning, skærgrænt pils og fjólublár toppur
  9. Noregur – flottur blár kjóll – flott melódía
  10. Pólland – fegurðardrottningarkjóll með hálsmál niður á nafla
  11. Írland – Kalkúnn – frekar spes – ágætur með sósu og brúnuðum kartöflum
  12. Andorra – skrýtið höfuðskraut, líklegast gamall servíettuhaldari.
  13. Bosnía&Hersigóvína – prjónandi brúaðarkjólagellur og argintæta syngur lagið – doktor gunna stæl með möggu stínu í aðalhlutverki.
  14. Armenía – svaðalega þjóðlegt, töff gella og flugeldasýning – keli keli keli – hoppandi rass og brjóst – líklegt til að komast áfram
  15. Holland – arabískur taktur – glimmer – vantaði magadansmeyjarnar
  16. Finnland – Lordi wannabe – þungarokk og karlar berir að ofan flugeldar og eldspúandi taktur – ekki svo slæmt
  17. Rúmenía – súkkulaði sæt ástarballaða - hroðalegur kjóll hjá henni, leður og tjull með grænum lakkrísreimum.- voða melódískt og óperulegt
  18. Rússland – keimlíkt öðru lagi sem ég man ekki hvað heitir – nær líklega langt útaf strativaríusfiðlunni og skautasvellinu. Nær örugglega áfram í úrslitin
  19. Grikkland – lítil sæt barbídúkka í stuttu pilsi – britney spears style – brjóstadill og magadans – nær örugglega í gegn

Eurovisjón 1

Ákvað að dæma sjálf í fyrri undankeppninni og þetta er niðurstaðan segi ég - þau sem eru merkt með rauðu komast pottþétt áfram en þau með græna eru að slást um 10. sætið að mínu mati - sjáum hvað sannspá ég reynist!

  1. Montenegro – krumpuð skyrta
  2. Ísrael – vöðvabúnt sem söng eins og kelling – svo sem í lagi lag
  3. Eistland – sveittir perralegir karlar og hálf naktar gellur – ógeðslegir
  4. Moldavía – rauðir eyrnalokkar og bangsi – mikið rok á sviðinu – leiðinlegt lag – berfætt – þurfa líklega að taka rútuna heim.
  5. San Marino – drungalegur gaur sem slapp líklega úr dýflissu – allir mættu í fermingarfötunum. og enn með eighties klippinguna.
  6. Belgía – Sound of music stæl íklædd austurríska fánanum – full fjölþreifin við sellóleikarann sviðinu – agalega happý og leiðinlega euróvisjónlegt.
  7. Aserbaijan – Töff og getnó gaurar – komast örugglega áfram
  8. Slóvenía – 2 svarthöfðar á Heelies skóm mættir á svið með grænni gellu – agalega vond litasamsetning á búning, skærgrænt pils og fjólublár toppur
  9. Noregur – flottur blár kjóll – flott melódía
  10. Pólland – fegurðardrottningarkjóll með hálsmál niður á nafla
  11. Írland – Kalkúnn – frekar spes – ágætur með sósu og brúnuðum kartöflum
  12. Andorra – skrýtið höfuðskraut, líklegast gamall servíettuhaldari.
  13. Bosnía&Hersigóvína – prjónandi brúaðarkjólagellur og argintæta syngur lagið – doktor gunna stæl með möggu stínu í aðalhlutverki.
  14. Armenía – svaðalega þjóðlegt, töff gella og flugeldasýning – keli keli keli – hoppandi rass og brjóst – líklegt til að komast áfram
  15. Holland – arabískur taktur – glimmer – vantaði magadansmeyjarnar
  16. Finnland – Lordi wannabe – þungarokk og karlar berir að ofan flugeldar og eldspúandi taktur – ekki svo slæmt
  17. Rúmenía – súkkulaði sæt ástarballaða - hroðalegur kjóll hjá henni, leður og tjull með grænum lakkrísreimum.- voða melódískt og óperulegt
  18. Rússland – keimlíkt öðru lagi sem ég man ekki hvað heitir – nær líklega langt útaf strativaríusfiðlunni og skautasvellinu. Nær örugglega áfram í úrslitin
  19. Grikkland – lítil sæt barbídúkka í stuttu pilsi – britney spears style – brjóstadill og magadans – nær örugglega í gegn

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband