Halló-Vín 2008

DSC07803Já - það var mikið um dýrðir hjá okkur þann 31. október, þ.e. síðasta föstudagskvöld þegar við héldum okkar árlegu skemmtun, Halló-Vín. Okkur reiknast til að ca. 67 hafi mætt á svæðið svo að húsið var eiginlega soldið pakkað á tímabili. Heljarinnar fjör var á gleðinni eins og ávallt og fólk skemmti sér konunglega. Myndir eru komnar í myndaalbúmið - vel ritskoðaðar! hehehe Alien

Já - og fyrir þá sem ekki vissu það að þá er Hrekkjarvakan (aka Halló-Vín hjá okkur) haldin 31. október ár hvert!


mbl.is Hrekkjavökusvipur á skemmtunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær lærir fólk af reynslunni....

...ég man alltaf að þegar ég var unglingur að þá hafði það nýverið skeð að drengur hafði orðið fyrir heilaskaða eftir að hafa sniffað og það var gerður einhver þáttur eða heimildarmynd um hann og brýnt fyrir okkur að svona yrði komið fyrir okkur myndum við einhverntímann sniffa. Ég veit ekki betur en það hafi haft tilætluð áhrif - a.m.k. er sniff eitthvað sem hefur alltaf verið mjög fjarlægt mér og mínum vinum og eitthvað sem ég myndi aldrei prófa.

Ég held að það sé kominn tími til að sýna þennan þátt aftur eða framleiða álíka þátt - markhópurinn væru unglingar í elstu bekkjum grunnskóla - verst að svona þættir kosta eitthvað í framleiðslu svo það er væntanlegt heljarinnar ferli að fá styrk og svoleiðis til verkefnisins - sérstaklega í ljósi efnahagsaðstæðna. Ég tel að svona "shock treatment" gefi góða raun í forvörnum hvort sem um er að ræða reykingar, áfengi og vímuefni(sniff) eða kynsjúkdómar og getnaður!


mbl.is Mjög áhættusamt að sniffa gas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

190km norðvestur af landinu...

...ætli það þýði þá að von sé á fleiri ísbjörnum? Þeir geta jú synt amk. 200km ef þeir sniffa land framundan! Mikið er ég nú glöð að búa sunnan heiða!
mbl.is Hafísinn færist suður á bóginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...

eldfjall...koma fréttir sem eitthvað vit er í. Ég er orðin svo dauðleið á fréttum um efnahagsástandið að frétt um fyrirhugað eldgos í Heklu er farið að hljóma eins og hvert annað skemmtiefni - þó að um hamfarir sé að ræða!  Er þá ekki ástandið farið að verða soldið dapurlegt?
mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

brrrrr.........

frosinnJá, ég gat ekki hugsað annað í gærmorgun þegar ég vaknaði hvort ég hafi virkilega sofið svona lengi. Farið að sofa í október og vaknað í desember. Ótrúleg ofankoma sem hefur verið hjá okkur síðustu daga - í byrjun október, ekki alveg það sem við eigum að venjast hérna á suðvesturhorninu. En ég var í byrjun ágúst búin að spá hörðum vetri svo að þetta er alveg í takt við þá spádóma mína W00t

Fór í gærkvöldi ásamt hópi af góðu fólki á sýninguna Fló á skinni í Borgarleikhúsinu og skemmti mér alveg konunglega. Skemmtilegt gamanleikrit þar á ferð fyrir þá sem finnst gama að hlæja. Fórum eftir sýninguna að borða á Vegamótum og fengum stórgóðan mat. Góð leiksýning+góður matur = gott og skemmtilegt kvöld.

Hef verið undir svolitlu álagi undanfarið, þ.e. mikið að gera hjá mér svo að tími minn er af skornum skammti í einhver skemmtilegheit. Núna er það bara vinna, læra, sækja skóla, borða, sinna börnum, heimilistörfin (í lágmarki þó) og sofa svona þegar ég má vera að því....hehehe, en nei nei, þetta er allt að verða komið í rútínu hjá mér og álagið fer vonandi smám saman að jafnast út.

Jæja, best að snúa sér að einhverjum skemmtilegheitum Wink 


Mín versta martröð...

...ég hef oft vaknað upp um miðja nótt og fundist ég heyra eitthvað þrusk frammi.  Hef þá farið að ímynda mér að það sé einhver kominn inn í húsið að stela eða áreita prinsessurnar.

Endar náttúrulega alltaf með því að ég er komin á stjá að athuga hvort að ekki sé allt í lagi með þær - en nætursvefninn er náttúrulega fyrir bí!

Hroðaleg lífsreynsla sem þetta hlýtur að vera!


mbl.is Sætir áfram gæslu vegna kynferðislegrar áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanaföst, yfirveguð félagsvera...

...eða svo segir um mig á Tröllafells síðunni!

 


Íþróttaálfur

Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.
Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.

"Áfram Latibær, I'll be back!"

Hvaða tröll ert þú?

Kraftur í kellu!

Ég verð nú að segja að ég dáist að þessari 19 barna móður hér að neðan. Útivinnandi með 19 börn og 8 barnabörn - væntanlega eru þó flest barnanna orðin vel sjálfbjarga þar sem hún er orðin 47 ára.  Svo er maður eitthvað að kvarta hérna á skerinu þó að maður sé með tvö börn, heimili, vinnu og í fullu námi - hvernig skyldi þvottakarfan vera á hennar heimili?

Já - aldeilist kraftur í kellu!


mbl.is Nítjánda barnið kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur hraði...

...ég hef bæði notað Mozilla og Explorer undanfarið og ég verða að segja að hraðamunurinn á milli þeirra og Chrome er gígantískur - amk. á minni tölvu.

Áfram GOOGLE - keep up the good work!


mbl.is Skilmálum Chrome breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6.7 fékk skólakerfið...

...það er að minnsta kosti ekki falleinkunn en það er greinilegt að það má vel gera betur. Er það ekki annars það sem allt snýst um í íslenskum skólum - að bæta um betur og þróa skólastarfið til betri vegar. Ég hef a.m.k. ekki orðið vör við neitt annað!
mbl.is Landsmenn þokkalega ánægðir með skólakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband