Föstudagur, 17. ágúst 2007
Síðasti dagur riddarans...
...í dag lék ég hlutverk mitt sem riddari í síðasta skipti. (börnin héldu að ég væri riddari en ekki ritari, hehe) Á mánudaginn hefst síðan alvara lífsins og skólinn byrjar. Ég verð nú að segja að það er með trega sem ég kveð þetta starf mitt, en sem betur fer þarf ég ekki að kveðja starfsfélagana, því ég verð áfram með tölvurnar - væntanlega bíður mín svo staða þegar ég útskrifast eftir 3 ár!
Annars var fríið ljúft en þessi vika hefur verið alveg agalega erfið, vakna á morgnanna klukkan 7 er hryllilegt og koma okkur útúr húsi á réttum tíma er rosalegt átak og þreytan sem að herjar á mann á kvöldin er gífurleg. En væntanlega skánar þetta nú bráðlega, þegar maður venst rútínunni!
Ætlum að skella okkur í brúðkaup á morgun til Skúla og Erlu og í bíó á sunnudaginn með stelpurnar. Annars veitir okkur eflaust ekki af að taka smá skurk i pallamálunum, en það vantar herslumuninn uppá að hann verði tilbúinn. En þetta fer allt að falla allt saman í farveg þegar maður er hættur að vera í sumarfríi og eyðir meiri tíma heimavið. Erum nú búin að afreka helling innanhúss í sumar, setja upp ljós og snaga og spegil og myndir og lyfjaskáp og svona dyttinn og dattinn. Næstu vikurnar verður það eingöngur skúrinn og pallurinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Allt bara creisý!
Já, það má með sanni segja að mér finnst allt hafa verið creizý í þjóðfélaginu undanfarna daga. Helgin sérstaklega! Þið vitið svo sem hvað ég er að tala um, ýmislegt í gangi sem að maður hélt að viðgengist bara á götum erlendrar stórborgar - en okkur fer svo sem óðum fjölgandi hérna á klakanum, kannski ekki við öðru að búast en að því fylgi sömu vandamál og annarsstaðar í heiminum.
Af öðrum málum er mest lítið að ske, er náttúrulega bara upptekin við að vera í sumarfríi, og þar af leiðandi keppist um að hafa það næs! Erum búin að ferðast smá síðasta mánuðinn, og leggjum land undir fót aftur nú um verslunarmannahelgina, verðum í bústað í nágrenni Laugarvatns með vinum og vandamönnum. Allavega er maður dauðfegin að vera í bústað, en ekki að velkjast í tjaldi einhversstaðar, það spáir ekki gæfulega fyrir suðurlandið um helgina! Heppin ég að vera ekki að fara til eyja!!!
Hef ekki enn náð að krækja mér í Harry Potter, spurning um að biðja eiginmanninn um að koma með eintak með sér úr stóru flugvélinni í kvöld! Hún er eflaust til á Heathrow!
Tókst á við frumraun mína í snúða og skinkuhornabakstri í gær, og tókst svona glimrandi vel hjá mér, það er ekki loku fyrir það skotið að þetta verði endurtekið í nánustu framtíð! Uppá síðkastið finnst mér ekkert smá gaman að baka brauð og þessháttar með geri, hef ekki gert mikið að því um ævina.
Bíllinn er á verkstæði í dag, og hinn bíllinn uppá flugvelli bíðandi eftir eiganda sínum sem að væntanlega skilar sér heim í kvöld. Bíllinn var sendur á verkstæði þar er mér fannst hann reykja of mikið, og þegar bíllinn er farinn að reykja meira en ég, að þá er kominn tími fyrir heimsókn á verkstæði!!! Vonandi finna þeir hvað er að hrjá greyið "litla" svo að við getum farið á honum í sveitina um næstu helgi.
Snúllurnar eru þessa stundina að lúlla hjá ömmu sinni, ég skrapp í bíó í gærkvöldi við aðra konu, og sá hina stórgóðu chick flick Georgia Rules, mæli alveg með henni, ég skemmti mér konunglega, gaman, drama og átök skiptast á að skemmta manni eða græta!
Vá, ég trúi því annars ekki að ég eigi bara eftir rúma viku í sumarfríi! aaaaarrrrrggggghhhhh......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2007
Hneyksl...
...loksins hafði ég tíma í dag til að kíkja í bókabúðina, en hef verið mjög upptekin undanfarið í sumarbústaðarheimsóknum og ferðalögum, en tilgangur ferðarinnar var einmitt sá að fjárfesta mér í nýjasta eintakinu af Harry Potter, svo að í næstu fyrirhuguðu bústaðaferð hefði ég nóg lesefni á milli handanna. En nei, hún er víst uppseld, er væntanleg á þriðjudaginn, hugsanlega!!! Ekki hélt ég að íslendingar læsu svona mikið af bókum á ensku, en greinilega eru fleiri fullorðnir en ég að glugga í þessar stórskemmtulegu bókmenntir. Játa það fúslega að ég á allar bækurnar, á ensku, og hef lesið sumar þeirra oftar en einu sinni og aðrar oftar en tvisvar!
Þetta ku víst vera útaf nördageninu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Cirkus
Við stelpurnar kíktum í Cirkus á mánudaginn í boði Reykjanesbæjar og skemmtum við okkur allar alveg konunglega. Ótrúlegustu hlutir sem að krakkarnir voru búnir að þjálfa sig upp í. Flott hjá þeim. Þið getið séð smá myndbrot frá þessu með að smella á linkinn hérna mms://veftv.vf.is/flikflak.wmv
Heimasíða Cirkusinns er síðan á þessari slóð http://www.cirkusshop.dk/cff/´
Þetta var nú ekki eina sem að okkur var boðið uppá á mánudaginn. Síminn bauð okkur hjónunum á forsýningu á Harry Potter klukkan 6 og á leiðinni þangað komum við í Bernhard og sjoppuðum okkur annan bíl. Ekki segja svo að maður hafi ekki nóg við að vera í fríinu.
Erum búnar að eiga góða daga núna í sumarfríinu við stelpurnar, sólbað og leikir, enda búnar að vera alveg rosalega heppnar með veðrið þessa 10 daga síðan að fríið okkar hófst. Vonandi að næstu 4 vikur verði eins góðar Ég sem ætlaði að vera rosa dugleg að taka allt í gegn heima, það verður bara að bíða meðan sólin skín, hehehe...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. júlí 2007
Vopnað ráð?
Vopnað ráð í 10-11 við Barónsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Öppdeit
Jæja, komið að smá öppdeiti. Hmm, hvar skal byrja - jú, ég er alveg að verða komin í sumarfrí, hef mig hreinlega ekki í það að gera nokkurn skapaðan hlut, þó að það sé af nógu að taka. Núna eru u.þ.b. bara 3-4 tímar þar til ég segi skilið við stofnunina í 5-6 vikur, er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri með fríið mitt, er nefnilega búin að segja upp vinnunni frá og með 20. ágúst, því að þá gerist ég námsmeyja (meyja, I wish) í KHÍ. Hef sett stefnuna á upplýsingatæknikennarann! Var að reyna að finna eitthvað sem ég gæti lært sem væri með lengra starfsheiti, en tókst það ekki! Það er ekki laust við að það sé farið að gæta tilhlökkunar hjá mér að takast á við þetta nýja verkefni. Ég verð reyndar áfram eitthvað hérna í skólanum, í svona sérverkefnum... já, það verður erfitt að hætta að vinna hérna og vera með fingurnar í öllu, en það hlýtur að venjast, ég verð bara að vera dugleg að koma í kaffi og fá skúbbið í æð!
Annars ætlum við stórfjölskyldan að leggja land undir fót í dag og bruna á ættarmót í Borgarfirðinum. Ég á bara eftir að pakka öllu og versla, en það hlýtur að reddast, vona bara að ég muni eftir öllu! Ég mundi meira að segja eftir því að fara með tjaldsúluna sem gaf sig í fyrra í viðgerð fyrr í vikunni svo að þetta ætlar allt að smella saman.
Vonum bara að veðrið verði svona það sem eftir er af fríinu mínu!!!!!!!!!! Hvað gerir maður annars í nokkrar vikur í fríi með ekkert planað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Æj æj...
Skjót viðbrögð komu í veg fyrir bruna í Akurskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
Ítalía, hæ hó og brjálaæði
Já já, góðan og blessaðan daginn. Eitthvað virðist maður hafa verið busy undanfarið, enda í nógu að snúast.
Byrjaði aftur að vinna um mánaðarmótin svo að þar var nóg að gera eftir að hafa verið fjarverandi í þrjár vikur. Aníta datt á leikskólanum og nældi sér í heilahristing, daginn áður en ég flaug til Ítalíu. Ítalía var náttúrulega bara kapítuli út af fyrir sig sem að verður ekki rætt um nánar hér á blogginu. Svo var bara kominn 17. júní allt í einu, hæ hó og jibbíajei, og í dag er 19. júní sem er betur þekktur sem kvennadagurinn, eða baráttudagur kvenna, eða eitthvað tengt kvenfrelsi og réttindum kvenna. Dagur rauðsokkanna! Allavegna fengu íslenskar konur kosningarétt 19. júní 1915.
Sumarið þýtur framhjá með ógnarhraða, zzzzúmmmm, maður verður að hafa sig allan við ef að maður ætlar hreinlega ekki að missa af því. Erum reyndar á leiðinni til le France næstu helgi, rómó ferð í Paris, styttist í pappírsbrúðkaupið sko!
Au revoir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Barmsmíðar...
Hvert í ósköpunum er maður eiginlega fluttur?? Ég bara spyr. Hélt einhvernveginn að maður hefði skilið allt svona rugl eftir útí London, að svona gæti ekki gerst í henni saklausu Innri-Njarðvík. Ég er svo aldeilis hlessa. Held reyndar að þetta sé ekkert nýnæmi. Í dag er bara talað um þetta og kært, áður fyrr var barasta ekkert gert í málum sem þessum! Tímarnir breytast og mennirnir með.
Tveimur 12 ára stúlkum misþyrmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Elítan...
Guð minn almáttugur, ég held að ég gæti orðið uppgötvuð eða eitthvað á næstunni. Samkvæmt stjörnuspánni minni er minn tími víst að koma. Ég veit reyndar ekki alveg uppá hvaða stall ég er að fara að klifra, ekki var ég skipuð ráðherra, og ekki fékk ég feita stöðuhækkun, en ég verð að játa að ég er alveg þrælspennt að sjá hvað þetta verður, múhahahaha!
Vatnsberi: Þú stígur upp fyrir múginn og verður valinn til að sinna sérstöku verkefni. Það er erfitt að tilheyra elítunni og þig gæti langað að hverfa aftur í fjöldann. En svo verður ekki, svo sættu þig við nýju stöðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)