Laugardagur, 26. maí 2007
Smíðar...


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Stjörnuspáin getur oft verið glettilega sannspá...
Vatnsberi: Það sem er sagt í gríni getur virkað sem gagnrýni, alveg sama þótt þú meintir það ekki þannig. Það getur reynst jafn flókið að útskýra mál þitt, betra er að læra af mistökunum.
Hvað oft hef ég ekki lent í þessum aðstæðum, síðast bara fyrir tæpum mánuði þegar ég móðgaði vinkonu mína sem hafði farið í rándýra greiðslu. Ég get verið alveg einstaklega orðóheppin á köflum, kemur allt öfugt út úr mér. Pjúff, þess vegna er ég stundum þessi þögla týpa bara, fæst orð bera minnsta ábyrgð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Lambakjöt og lambakjöt
Lambakjöt er ekki bara lambakjöt. Ég tel mig nú hafa smakkað lambakjöt frá nokkrum löndum, breskt, welskt, skoskt, írskt og ný-sjálenskt. Ég verð nú að segja að ég skil vel viðhorf landbúnaðarráðherra með að flytja ekki inn erlent lambakjöt þegar það er nóg af því hér og miklu betra kjöt! Og fyrir utan það að ætla að flytja inn kjöt hinum megin af hnettinum, að þá er það hreinlega ekki eins gott og þetta íslenska. Trúið mér, ég er búin að reyna. Grilla og steikja og sjóða. Það er bara eitthvað auka ullarbragð af þessu lambakjöti sem að ég hef verslað þegar við bjuggum úti, ef að maður ætlar að grilla það eða ofnsteikja. Reyndar er það ágætt soðið í kjötsúpu, þá finnur maður ekki mikinn mun. Þetta ný-sjálenska er samt mun skárra heldur en lambakjöt upprunnið í Bretaveldi, sem er óætt með öllu sökum ullarbragðs og óbragðs. En samt, það kemst ekkert lambakjöt sem ég hef smakkað, með tærnar þar sem það íslenska hefur hælana!
![]() |
Ekki fullreynt með lambakjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Að stytta sér leið...
...ég verð nú að játa það uppá mig að ég stytti mér oft leið yfir garða nágrannanna þegar ég er t.d. að labba uppí skóla. Ég verð nú samt að segja að eftir að hafa lesið þessa frétt að þá er mér snarbrugðið. Pælið í því ef að það væri barasta búið að skjóta mann!!! Fyrir að stytta sér leið, í vinnuna eða heim úr vinnu. Plaff, ekki ganga á mínu grasi!! En meðan að það eru ekki komnar girðingar held ég áfram að stytta mér leið hugsa ég, aðrir gera það á okkar grasi og ég á ekki von á því að fara að plaffa neinn niður fyrir að gera það, en er samt komin með á planið að girða á næstunni!!
![]() |
Skaut nágrannann til bana fyrir að ganga á grasinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Kaflaskil...
Það má segja að miðvikudagurinn 23. maí 2007 marki ákveðin kaflaskil í lífi okkar hjónanna. Hann skrifaði undir ráðningasamning hjá ÍSLENSKU fyrirtæki og ég gekk frá umsókn minni við ákveðna menntastofnun sem að ég er nokkuð bjartsýn á að fá inngöngu inn í. Svo er bara að bíða og sjá hvað verður. Alla vegna stefnir í það að grasekkjudagar mínir séu taldir í bili, jibbííííí!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Blundurinn
Mikið agalega getur maður nú orðið "t...ulegur" á því að hanga svona heima. Veit ekki hvað ég geri þegar ég þarf að fara aftur að vinna um mánaðarmótin. Pjúff. Enginn síðdegisblundur! Í gær þurfti ég að fara í bæinn að hitta lækninn minn og svo að redda þeim upp í vinnu (þó að ég eigi nú fræðilega séð að vera í veikindafríi), svo að fólk fengi nú borguð laun og þá var kominn tími til að sækja snúllurnar á leikskólann svo að við kæmumst nú á læknavaktina til að láta kíkja í eyrun á afmælisbarninu, sem að reyndist vera með eyrnabólgu á 3. ára afmælisdeginum sínum. Ég get alveg játað það hér og nú að ég sofnaði á biðstofunni hjá lækninum. Alveg gjörsamlega búin á því eftir að hafa misst af mínum daglega síðdegisblundi. Ég hrökk reyndar upp af værum blundi þegar læknir kallaði upp konu með mjög svipað nafn og mitt, og vá, ég var alveg steinsofandi. Skil vel manninn sem að sofnaði á rauða ljósinu. Hef barasta aldrei upplifað aðra eins þreytu og þrekleysi, að geta sofnað á almannfæri - það er ekki ég! Jæja, ætli það sé þá þekki best að fara að leggja sig, geiiiisssp...
![]() |
Sofnaði á rauðu ljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
meiri pöddur...
...fyrst býflugur, svo geitungar og svo núna aðmírálsfiðrildin. Ég sem að átti bara fullt í fangi með venjulegar íslenskar fiskiflugur og mýflugur og þessar hefðbundnu köngulær. Hvað næst spyr ég bara. Verður það tarantúlur og svarta ekkjan. Eða þessar stóru svörtu með loðnu lappirnar eins og bjuggu hjá okkur í London..........hrollur hrollur hrollur
Mín er ekki skorkvikindavinkona þessa dagana allavegna, finnst þau alveg rosalega mikið ullabjakk!
Mig langar svo að bæta því við að það eru bara 222 dagar til jóla!
![]() |
Aðmírálsfiðrildin á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Mæðradagurinn í dag...
...og gleðilegan mæðradag, mæður nær og fjær! Ég var allavegna svo heppin að fá voða fínan blómvönd frá snúllunum mínum, alveg merkilegt hvað þær eru duglegar að redda sér sjálfar í Blómaval, ekki eldri en þær eru!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Grasekkjulíf...
...jæja, eiginmaðurinn floginn vestur um haf í vinnuna og ekki væntanlegur fyrr en í lok vikunnar aftur svo að við stelpurnar erum einar í kotinu þessa vikuna. Verð nú að játa að ég hálf kvíði nú fyrir komandi viku, er svo "heppin" að vera í fríi í vinnunni þessa vikuna, má ekkert gera, engu lyfta, ekki stunda neitt líkamlegt erfiði (engin furða að hann hafi bara flogið til USA) - meira að segja hóstar og hnerrar eru á bannlista, soldið erfitt þar sem frjókornaseasonið er í startholunum!! Svo að það kemur sér vel að ég tók 9 bækur á bókasafninu um daginn og er með gervihnattasjónvarp!
Fórum á pallafund í dag með nágrannanum og það er búið að negla niður hvernig við ætlum að hafa hann útlítandi, þ.e. hæð og gerð girðingar í kringum hann. Við húsfreyjurnar komumst síðan óvart að því að okkur langar báðum í "white picket fence" í kringum garðinn, eiginmönnunum til lítillar gleði. Hva, held samt að það verði hrikalega kjúttað, passar vel við lúkkið á húsinu sem er með hvítum hurðum og gluggum og gemsa! Eða hvað haldið þið?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. maí 2007
Ouch...
...það er vont að láta skera sig, af því verður ekkert skafið. En það á að vera búið að lappa upp á mig núna, maginn kominn á réttan stað í kviðarholinu, skil ekkert í honum að vera að flakka svona uppí brjósthol og vera með einhverja stæla þar. Núna er bara að láta sér vel lynda súpugutlið og mjúka fæðið sem að ég verð á næstu vikurnar á meðan saumarnir eru að taka sig. Ég varð voða glöð þegar ég las að yfir leyfinlegar fæðutegundur eru pönnsur, vöfflur og mjúkar kökur...hehehehe. Maður verður að hafa eitthvað að gleðja sig við í öllum þeim afmælum sem eru á döfinni á næstu dögum. Gunnar í dag, Heba á sunnudag og Anita svo viku eftir það. Já, bara svona uppúr þrjú ef að þið voruð að velta fyrir ykkur hvar boðskortið sé, það er nefnilega ekki enn farið í póst!
Hér í sveitinni stendur til að ráðast í byggingu á sólpalli á næstunni, nágranninn er kominn langt framúr, og það gengur sko barasta ekki, hehehe, en það verður ágætt að fá pall, geta tekið fram grillið og garðhúsgögnin!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)