Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 25. maí 2007
Stjörnuspáin getur oft verið glettilega sannspá...
Vatnsberi: Það sem er sagt í gríni getur virkað sem gagnrýni, alveg sama þótt þú meintir það ekki þannig. Það getur reynst jafn flókið að útskýra mál þitt, betra er að læra af mistökunum.
Hvað oft hef ég ekki lent í þessum aðstæðum, síðast bara fyrir tæpum mánuði þegar ég móðgaði vinkonu mína sem hafði farið í rándýra greiðslu. Ég get verið alveg einstaklega orðóheppin á köflum, kemur allt öfugt út úr mér. Pjúff, þess vegna er ég stundum þessi þögla týpa bara, fæst orð bera minnsta ábyrgð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Lambakjöt og lambakjöt
Lambakjöt er ekki bara lambakjöt. Ég tel mig nú hafa smakkað lambakjöt frá nokkrum löndum, breskt, welskt, skoskt, írskt og ný-sjálenskt. Ég verð nú að segja að ég skil vel viðhorf landbúnaðarráðherra með að flytja ekki inn erlent lambakjöt þegar það er nóg af því hér og miklu betra kjöt! Og fyrir utan það að ætla að flytja inn kjöt hinum megin af hnettinum, að þá er það hreinlega ekki eins gott og þetta íslenska. Trúið mér, ég er búin að reyna. Grilla og steikja og sjóða. Það er bara eitthvað auka ullarbragð af þessu lambakjöti sem að ég hef verslað þegar við bjuggum úti, ef að maður ætlar að grilla það eða ofnsteikja. Reyndar er það ágætt soðið í kjötsúpu, þá finnur maður ekki mikinn mun. Þetta ný-sjálenska er samt mun skárra heldur en lambakjöt upprunnið í Bretaveldi, sem er óætt með öllu sökum ullarbragðs og óbragðs. En samt, það kemst ekkert lambakjöt sem ég hef smakkað, með tærnar þar sem það íslenska hefur hælana!
![]() |
Ekki fullreynt með lambakjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Að stytta sér leið...
...ég verð nú að játa það uppá mig að ég stytti mér oft leið yfir garða nágrannanna þegar ég er t.d. að labba uppí skóla. Ég verð nú samt að segja að eftir að hafa lesið þessa frétt að þá er mér snarbrugðið. Pælið í því ef að það væri barasta búið að skjóta mann!!! Fyrir að stytta sér leið, í vinnuna eða heim úr vinnu. Plaff, ekki ganga á mínu grasi!! En meðan að það eru ekki komnar girðingar held ég áfram að stytta mér leið hugsa ég, aðrir gera það á okkar grasi og ég á ekki von á því að fara að plaffa neinn niður fyrir að gera það, en er samt komin með á planið að girða á næstunni!!
![]() |
Skaut nágrannann til bana fyrir að ganga á grasinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Kaflaskil...
Það má segja að miðvikudagurinn 23. maí 2007 marki ákveðin kaflaskil í lífi okkar hjónanna. Hann skrifaði undir ráðningasamning hjá ÍSLENSKU fyrirtæki og ég gekk frá umsókn minni við ákveðna menntastofnun sem að ég er nokkuð bjartsýn á að fá inngöngu inn í. Svo er bara að bíða og sjá hvað verður. Alla vegna stefnir í það að grasekkjudagar mínir séu taldir í bili, jibbííííí!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Blundurinn
Mikið agalega getur maður nú orðið "t...ulegur" á því að hanga svona heima. Veit ekki hvað ég geri þegar ég þarf að fara aftur að vinna um mánaðarmótin. Pjúff. Enginn síðdegisblundur! Í gær þurfti ég að fara í bæinn að hitta lækninn minn og svo að redda þeim upp í vinnu (þó að ég eigi nú fræðilega séð að vera í veikindafríi), svo að fólk fengi nú borguð laun og þá var kominn tími til að sækja snúllurnar á leikskólann svo að við kæmumst nú á læknavaktina til að láta kíkja í eyrun á afmælisbarninu, sem að reyndist vera með eyrnabólgu á 3. ára afmælisdeginum sínum. Ég get alveg játað það hér og nú að ég sofnaði á biðstofunni hjá lækninum. Alveg gjörsamlega búin á því eftir að hafa misst af mínum daglega síðdegisblundi. Ég hrökk reyndar upp af værum blundi þegar læknir kallaði upp konu með mjög svipað nafn og mitt, og vá, ég var alveg steinsofandi. Skil vel manninn sem að sofnaði á rauða ljósinu. Hef barasta aldrei upplifað aðra eins þreytu og þrekleysi, að geta sofnað á almannfæri - það er ekki ég! Jæja, ætli það sé þá þekki best að fara að leggja sig, geiiiisssp...
![]() |
Sofnaði á rauðu ljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
meiri pöddur...
...fyrst býflugur, svo geitungar og svo núna aðmírálsfiðrildin. Ég sem að átti bara fullt í fangi með venjulegar íslenskar fiskiflugur og mýflugur og þessar hefðbundnu köngulær. Hvað næst spyr ég bara. Verður það tarantúlur og svarta ekkjan. Eða þessar stóru svörtu með loðnu lappirnar eins og bjuggu hjá okkur í London..........hrollur hrollur hrollur
Mín er ekki skorkvikindavinkona þessa dagana allavegna, finnst þau alveg rosalega mikið ullabjakk!
Mig langar svo að bæta því við að það eru bara 222 dagar til jóla!
![]() |
Aðmírálsfiðrildin á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. júlí 2006
Má ég kynna...
... Hr. Jón Fannar og Frú Rósu
Sunna frænka mín er búin að setja inn myndir frá brúðkaupinu inná síðuna sína, ýtið HÉRNA
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. júlí 2006
Tóm hamingja?
Gvöð - ég sem hélt að við værum bezt í heimi!
Nema náttúrulega að íslendingar geta kvartað yfir öllu, sérstaklega veðrinu og verðlaginu og stjórnmálunum og sjónvarpinu.......þarf ég að halda áfram?
![]() |
Íslendingar í meðallagi hamingjusamir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. júlí 2006
Svefn
Veit einhver gott ráð við svefni? Einhverra hluta vegna sefur mín eitthvað illa þessa dagana, mætti halda að eitthvað stress sé farið að gera vart við sig...
Annars er þetta allt að smella saman hjá okkur, nokkur smá atriði sem þarf að redda og svo erum við ready to go, ætlum að leggja af stað norður býst ég við uppúr hádegi á morgun.
Aníta byrjar á leikskóla í dag og hlakkar voðalega mikið til, búin að arka um með nýju leikskólatöskuna sína á bakinu núna í tvo daga. Var ekki sátt við að fá að fara ekki með Elizu í gær, en er sannkölluð rólódrottning eftir hádegið. Ég hef grun um að þetta verði alls ekki strembin aðlögun hjá okkur mæðgum, því að hún er svo félagslynd litla snúllan.
Jæja, best að drífa liðið á fætur til að geta verið komin á leikskólann á réttum tíma....geisp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. júlí 2006
Well well!
Ætla ekkert að tjá mig neitt mikið um neðangreinda frétt - en finnst þetta allt saman frekar sorglegt!
Annars var helgin bara róleg, skruppum aðeins í sveitina, vorum 2 tíma á leiðinni heim frá Borgarnesi til Mosfellsbæjar, voða gaman hjá okkur í bílalest Elíza fór í húsbílaferð með ömmu sinni svo að Aníta var ein um alla athyglina sem að henni fannst nú ekki leiðinlegt.
Vikan framundan er spennandi, nóg að gera hjá okkur við að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir laugardaginn - víííí, get bætt því við að það er ekki laust við að smá stress sé farið að gera vart við sig
Veðurspáin fyrir Hóla næsta laugardag eins og hún er á vef veðurstofunnar í dag.
FÖS, LAU og SUN: S-læg átt og vætusamt, en úrkomulítið og hlýtt í veðri á NA- og A-landi.
LAU 7 m/s
10 ° til 13 ° C
Held að það sé alveg ágætis veður þarna í sunnanátt!! Allir að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja, hehehe
![]() |
9 ára og 62 ára gamlar mæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)