Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 5. júlí 2006
Mamma gamla!
Held að þessi börn geti alveg örugglega a talað um mömmu gömlu þegar fram líða stundir. En hvað er eiginlega að fólki? Er það bara mér sem finnst þetta siðlaust og illa gert gagnvart börnunum?
Allavegna skil ég ekki hvernig konugreyið hefur orku til að eltast við nokkur börn á þessum aldrei. Fyrir mitt leyti finnst mér alveg nóg að elta mínar snúllur og ég tel mig nú ekkert agalega gamla! (bara smá!)
Ég bara gúdera þetta ekki!! Sumir hefðu nú bara beðið eftir barnabörnum? Eða ættleitt eldri börn!
Er ég krúl?
![]() |
Elsta tvíburamóðir í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. júlí 2006
Hringdyr
Ég hef alltaf sagt að svona hringdyr séu stórhættulegar!! Svo og rúllustigar. Og mótorhjól. Og fallhlífastökk. Og stökkbretti. Og köngulær. Og býflugur/geitungar!
Held að ég ætti bara að fá mér búbbluplast og vefja sjálfri mér og börnunum inní það!!
![]() |
Slasaðist í hringdyrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. júlí 2006
Suhuhumarfrí! :o)
ahhhhhhhhh, fyrsti dagur í sumarfríi...............gosh, maður veit barasta ekki hvernig maður á að haga sér! hehe
Margt sem að maður þarf að bardúsa á næstunni, en í dag ætla ég samt að taka því rólega, fara og sóla mig og í sund og svoleiðis á meðan börnin dúlla sér á róló. Já og svo er kjólamátum!
Svo er einn hérna fyrir aðdáendur Latabæjar!
http://i22.photobucket.com/albums/b306/magicjuan6/MISC/12596cek88plexa.gif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. júlí 2006
Draumar
Ég var með alveg agalega miklar draumfarir í nótt og tveir sterkir draumar sem að ég man eftir.
Í öðrum þeirra varð ég alveg agalega reið og sár vegna svika í minn garð gagnvart ákveðnum manneskjum og samkvæmt www.draumur.is að þá táknar það: Að vera reiður við einhvern í draumi er öruggt merki um að sá hinn sami er tryggasti vinur þinn. Dreymi þig að einhver svíki þig geturðu treyst á hollustu vina þinna þegar á reynir. Þú munt hljóta hjálpsemi. Þetta síðasta var nafn eins gerandans. Nú eins og flestir vita að þá er ég nú ekki sú manneskja sem er mikið fyrir að rífast og skammast við aðra þannig að ég var hálf sjokkerðu þegar ég vaknaði........hehe
Hinn draumurinn var eitthvað álíka fáránlegur, en þá var ég allt í einu farin að klippa og flétta hár á þjóðþekktri persónu. Að dreyma hár útleggst í þessu tilviki sem; Að greiða hár annarra boðar að þú leitar ráða hjá öðrum. Að flétta hár sitt er fyrir nýjum vináttuböndum. Að missa hár eða klippa það mjög stutt er fyrir veikindum eða skaða. Ég veit nú ekki alveg hvort að þetta síðastnefnda eigi við mig eða þessu þjóðþekktu persónu, en svo er aftur á móti spurnin hvort að maður eigi að vera að taka eitthvað mark á þessu! Að dreyma nafn þessarar persónu er afturámóti fyrir trúarlegri athöfn. Þetta með trúarlegu athöfnina getur alveg stemmt, enda ekki nema tvær vikur í brúðkaup!
Draumar - er eitthvað mark takandi á þeim?? Hvert er þitt álit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. júní 2006
Geisp !!
Alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur daginn eftir að maður fór seint að sofa! ZZZzzzZZZzzz
ZZZzzzZZZzzzZZZ
En eins og sagði í greininni í gær, að þá sef ég greinilega of lítið miðað við holdarfar! hejehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. júní 2006
Rock on!

![]() |
Nýjar kenningar um offitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. júní 2006
Gargandi gæs á mótorhjóli!
Jæja, fólk var að heimta sögur úr gæsuninni. Læt fljóta með hvað var gert við Stegginn.
Síðast þegar ég sá Stegginn var hann í skotti á BMW. Það var víst farið með hann á rúntinn og hann ruglaður soldið í rýminu og svo enduðu þeir í Go-kart hérna í Njarðvíkinni. Að því loknu lá leiðin inní Kringlu þar sem hann var látinn labba þar í gegn og leika hinar ýmsu hundakúnstir á leiðinni í Ríkið. Eftir það fór hann á torfærukeppni og var settur á skóflu og slökkvitæki, kynntur í hátalarkerfinu og má eflaust sjá honum bregða fyrir í næsta þætti á Mótorsport. Þeir enduðu síðan för sína í heitu pottunum í laugum þar sem Stegggarmurinn fékk loksins að fara úr múnderingunni og í almennileg föt.
Gæsin afturámóti var sótt á hádegi heim til sín og þegar höfuðborgin nálgaðist látin setja húfu á hausinn svo að hún vissi ekki hvert förinni var heitið. Við Hallgrímskirkju beið síðan heljarinnar hópur af skvísum sem voru saman komnar til að hrekkja vinkonu sína og frænku!
Þar beið mín bjór og fyrsti póstur í ratleik um miðbæinn sem að dró mig í að leysa hinar ýmsu þrautir. Auðvitað var ég dressuð upp í múnderingu og varð sætari... (vissi ekki að það væri hægt sko!!) Svo lá leið niður Skólavörðustíginn, Laugarveg og Bankastræti niðrá Ingólfstorg í glampandi sól og fíneríis veðri. Ég mátti leysa hinar ýmsu þrautir á leiðinni, s.s. kaupa brauð, koma konu til hjálpar með því að veita skyndihjálp og greina hana rétt, rista brauðið, semja ástaróð til Jóns Fannars og lesa hann upp upphátt, teikna mynd af draumaprinsinum, safna undirskriftum til styrktar bættum tölvukosti í grunnskólum Íslands, ákveða hvernig blóm ég væri og kaupa það í hárið á mér og já eitthvað fleira. För okkar endaði á Ingólfstorgi þar sem að við mér tók mótorhjólatöffari mikill sem að brunaði
með mig gargandi inní Laugar þar sem að komið var að dekri fyrir mig. Pottur, gufa og mmmmmmm, súkkulaðinudd!! Haldiði að það hafi ekki komið þessi líka svakalegi hönk og nuddað mig frá toppi til táar uppúr súkkulaði. Soldið subbulegt, en ég get vel ímyndað mér hvernig páskaeggi líður, allavegna lyktaði ég eins og eitt nr. 370 frá Nóa Síríusi
Held að Steggurinn hafi ekkert verið hrifinn af þessu nuddi, allavegna bar hann þess merki um kvöldið...eftir að hann frétti af því.......hehehe
Steggja og Gæsahóparnir hittumst svo á Fridays þar sem að það var etið og drukkið, og að auðvitað fengum við eftirrétti í stíl við þema dagsins, hann fékk tvö kirsuber og ég heilan banana, allt með ís og rjóma og súkkulaðiköku.......þið verðið bara að sjá myndirnar!
Hópurinn skellti sér síðan í Ölver þar sem að sungið var í Karókee fram á rauða nótt...gasalegt stuð, já og við erum svona rétt að skríða saman aftur núna
Thats all folks, vonandi koma myndir inn síðar, en það er því háð að ég fái einhverjar sendar frá fólkinu með myndavélarnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27. júní 2006
Forvitnilegt!
Finnst þessi frétt nokkuð forvitnileg, ætli þetta sé ástæðan fyrir svokölluðu "hommageni?" En hvað með konur? Hvað veldur samkynhneigð þeirra? hmmmmmmmm, þetta vekur upp margar spurningar! Allavegna er þetta meðfædd hegðun en ekki lærð, væri gaman að vita hvað veldur.
Ég er bara þannig skrýtin að mér finnst gaman að vita svona hluti Enda er hausinn á mér stútfullur af einskis nýtum upplýsingum, nýtist helst í spurningarspilum eins og Trivial
, fjölskyldu og vinum til mikilla leiðinda...hehehe
![]() |
Aðstæður í móðurkviði geta gert karlmenn samkynhneigða skv. nýrri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. júní 2006
Gæs!
Í dag breytist ég víst í gæs!
Steggurinn var sóttur í rúmið hálf níu í morgun, hent útí garð, smúlaður, hveitibaðaður, fékk svo að fara í sturtu, klæddur í furðuföt og troðið í skottið á bíl nokkurra gangstera frá mafíunni. Ég hef hvorki heyrt af né séð hann síðan!
Vona bara að þetta verði ekki of harkalegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 23. júní 2006
Besti dagur ársins?
Ja, það geta nú verið skiptar skoðanir um það held ég. Allavegna held ég að þessi dagur sé barasta ekkert verri en hver annar og á meðan veðrið er gott að þá fellur hann í hópinn yfir daga sem eru yfir meðallagi.
Annars á hún Begga litla frænka og barnapía með meiru afmæli í dag, orðin 14. ára skvísan. Ekki slæmt að eiga afmæli á besta degi ársins!
![]() |
Besti dagur ársins er í dag að sögn bresks vísindamanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)