Færsluflokkur: Bloggar

Döh....

...stundum langar mig bara að blogga án þess að upphugsa einhverja fyrirsögn.  Ég held að fyrirsögnin stuðli oft að því að ég verð alveg andlaus eftir að hafa hugsað um hvað maður ætti að skrifa í fyrirsagnarlínuna.  En allavegna, er búin að vera að stússast í bænum síðan fjögur í dag.  Tókst að klambra saman lista í Tékkkristal í Kringlunni fyrir allar frænkurnar sem að báðu um svoleiðis, þið hin megið eflaust nýta ykkur hann líka.  Og svo er listinn okkar hjá Kokku líka kominn inn, það er hægt að skoða hann HÉRNA!  Mjög hentug lausn fyrir fólk sem að vill ljúka sínum málum í gegnum internetið!

Fann engar servíettur eins og ég ætlaði mér, og Jón Fannar samþykkti að velja brúðarvöndinn áðan, það er víst hefð fyrir því að væntanlegur brúðgumi sjái um blómamálin.  En ef að þið vitið um hvar hægt er að fá flottar servíettur að þá látið mig vita!!

Verð að segja frá smá skondnu atviki sem að gerðist í Kringlunni áðan.  Nú fyrst að við vorum að fara í Tékkkristal að þá vildum við náttúrulega ekki taka stelpurnar með okkur inn þangað svo að við báðum Beggu um að labba með þær hring í Kringlunni.  Þær voru í Dótabúðinni þegar Eliza þurfti skyndilega að pissa.   Nú þar sem að Kringlan er svo skringilega hönnuð og bara klósett uppi, þurftu þær að taka lyftuna upp (útaf kerrunni) til að komast á klóið.  Allavegna, þær festust í lyftunni, Eliza greyinu varð svo mikið um að allt lak í buxurnar og ég mátti hendast inní Hagkaup að redda nýjum fötum í snarhasti Hlæjandi   Smá drama í gangi, en ég get nú ekki annað en brosað svona eftirá, þó að þetta hafi alls ekki verið neitt fyndið á meðan það var í gangi.  Þær voru nú ekkert fastar neitt lengi í lyftunni, nokkrar mínútur, hún stóð eitthvað á sér garmurinn. (lyftan sko)

Skoðið fréttina hér að neðan, finnst hún annsi skondin


mbl.is Finnskt hrossatað í raun hefilspænir frá Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið komið?

Jæja skyldi sumarið loksins vera komið til okkar? Svalur

Mikið innilega vona ég að svo sé.  Ég fæ alltaf svo skrýtinn fiðring þegar veðrið er svona gott.  Mig langar að virkilega að gleypa allan heiminn á nokkrum andartökum.  Fara í sund, hjólreiðatúr og gönguferð, grilla og sleikja sólkskinið, slá blettinn og fara í útilegu.  En sjaldnast verður mér nokkuð úr verki, í dag var ég t.d. að vinna til 4 og þá var megnið af deginum búinn, börnin þreytt, sláttuvélin biluð og grillið gaslaust.  Endaði á rúntinum með stelpurnar, borðuðum kvöldmatinn í skrúðgarðinum og þær sofnuðu síðan í bílnum, svo að nú situr maður bara heima og horfir á fallegu kvöldsólina án þess að komast lönd né strönd! Glottandi  Það er líka allt í lagi, mér líður voðalegalega vel uppí sófa bara með teppi, kókglas og fartölvuna.  Vantar bara kallinn, en hann er, sem fyrr, í vinnunni í útlandinu.  Hann er bara búinn að fljúga rúmlega 50 sinnum síðan í ágúst í fyrra, held að meðalmanneskja fljúgi kannski svona oft um ævina! Ullandi

Við mæðgur ætlum að skella okkur til höfuðborgarinnar á morgun, þar eigum við erindi á nokkra staði, þurfum að fara í Garðheima, og svo var ég búin að lofa einhverjum að setja okkur á brúðargjafalista einhversstaðar, svo að ég þarf að stússast í því.  Er reyndar búin að skrá okkur hjá Kokku á Laugarveginum, þeir bjóða uppá svo assgoti góða þjónustu, maður getur græjað allt yfir netið, sem að hentar svona sveitafólki eins og okkur.  Allavegna listinn okkar á www.kokka.is ætti að birtast þar á næstu dögum.  Held líka að við verðum með einn í Tékkkristal í Kringlunni.  Verð að vinna í honum næstu daga, læt vita þegar það er orðið klappað og klárt!

Af húsbyggingarmálum er það helst að frétta að þetta mjakast.  Allir veggir komnir upp núna og verið að leggja lokahönd á múrverkið.  Þá á bara eftir að sparsla, mála, draga í rafmagn og tengja ljós, setja upp innréttingar, hurðir og fataskápa, pípulagnast með kló, bað og vaska, flísaleggja og parketleggja og þá, en ekki fyrr, flytjum við inn - það verður fyrir mánaðarmót, tökum ekki fram hvaða mánaðarmót það verða!!!!  Þetta hefst allt saman smám saman!  Hlæjandi

 

 


19. júní

Bleikur dagur í dag!

Mín ætlaði auðvitað að klæðast bleiku í tilefni dagsins, en enginn var búinn að þvo af mér og strauja og setja í skápinn, svo að ég endaði í bleikum nærfötum, það hlýtur að teljast með þó að það sjáist ekki!! Glottandi

Flúðum útúr bænum á 17. júní í sveitina, höfðum það voða gott og stelpurnar nutu sín útí eitt.

Brúðkaupsundirbúningur stendur sem hæst núna, núna fer að koma að lokasprettinum og nóg eftir að gera.  Vantar að fara á stúfana og útrétta eitt og annað.........púff, þetta er engin smá vinna!

Skrifa meira síðar, þarf svo að fara að setja inn nýjar myndir


c_documents_and_settings_rosa_my_documents_my_pictures_19jun_banner_500px.gif

Iss piss...

...og pelamá - maður er sko engan veginn að standa sig í bloggheimum.  Ekki það, mér leiðist að vera alltaf að skrifa um daglegt líf... Óákveðinn en hér kemur samt eitt slíkt öppdeit fyrir þá sem að þess krefjast!

Fórum í sveitina síðustu helgin, og mikið agalega var það nú ljúft.  Stelpurnar voru alveg að fíla sig í tætlur að geta verið svona mikið úti að leika sér, veðrið lék við okkur og við slökuðum vel á.  Nokkur mikilvæg atriði nelgd fyrir stóra daginn, núna fer þetta allt á fullt skrið hjá okkur!

 Annars er vikan bara búin að vera ljúf, Begga er komin til okkar í vist og sér um stelpurnar á daginn meðan ég er í vinnunni.  Svo ætlar mín að leggja land undir fót á morgun, skjótast í smá versl og sól í London.........ohhh, hvað það verður nú ljúft! Svalur

adios amigos


Sveitaferð

Jíha...  ætlum að leggja land undir fót og skella okkur norður um helgina, kíkja á Hóla og útrétta þar eitt og annað sem að snýr að brúðkaupinu.  Leggjum af stað seinnipartinn á morgun, áum líklega í Borgarfirðinum annað kvöld og höldum svo áfram för á laugardagsmorgun.  Verðum með tjaldvagn með okkur og tjöldum líklega fyrir norðan  á laugardag, mar verður nú að prófa aðstæður!  Spáin er góð frameftir helgi, byrjar líklega að rigna samt á mánudag - en þá er helgin líka búin!

Vikan búin að vera fljót að líða, enda nóg að gera þessa dagana, lokavikan í skólanum svo að nóg að gera þar.  Skrapp í smá verslunarferð til höfuðborgarinnar áðan og fjárfesti í nauðsynjum fyrir fjölskyldumeðlimi.  Er síðan búin að eyða kveldinu í að pakka okkur saman, svo að við ættum að geta lagt af stað á góðum tíma á morgun - eftir vinnu að sjálfsögðu, vonum bara að það verði ekki of mikil traffík útúr bænum!

Adios amigos Koss

p.s. boðskortin eru loksins farin í póst - látið mig vita ef að ég hef gleymt einhverjum!


þessi og þessi og þessi og þessi, ekki þessi, þessi....

Er ykkur eitthvað farið að lengja eftir boðskortum í brúðkaup?  Þau eru á leiðinni, eru að fara í gegnum prentsmiðjuna þessa dagana og í póst fyrir helgi - jei!

Er annars svona að fara yfir þá hluti sem að eru ógerðir ennþá og svitna alveg við að sjá listann verða stærri og stærri - mar hefði bara átt að fara til Vegas, svei mér þá!  En þetta reddast vonandi allt í tæka tíð Glottandi  -  búið að bóka kirkjuna og prestinn, er það ekki höfuðmálið? Ullandi

Annars er það alveg komið á hreint hvað fólk ætlar sér að gera í sumar samkvæmt könnuninni sem að ég setti inn hér að neða.  Sleikja sólina, grilla, synda, tjalda, sumarbústaðast og tjilla big time er það sem að stendur upp úr!  Fæstir ætla að vinna og enn færri ætla að fljúga flugdreka.  Það vill hins vegar enginn spila fúlan tölvuleik sem að er náttúrulega bara gott mál! Til hvers að vera að spila tölvuleik ef að hann er fúll?  Öskrandi

Jæja, best að halda áfram skipulagningu...............pjúff................ Hlæjandi............blóð, sviti og tár!

 


Graðskagavegur??

 Hvar er þessi Graðskagavegur eiginlega??  Skemmtileg villa í fyrirsögn þó að efni fréttarinnar sé alls ekkert aðhlátursefni!  Tekið af vef Víkurfrétta www.vf.is

Þriggja bíla árekstur á Graðskagavegi
Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli þriggja bíla árekstri á Garðskagavegi milli Garðs og Sandgerðis á níunda tímanum í gærkvöldi.

Viðkomandi hugðist aka framúr bifreið en lenti á afturhorni hennar. Síðan lenti bifreið hans á kyrrstæðri bifreið sem var í vegaröxl. Farþegi í þeirri bifreið slasaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Flytja þurfi tvær bifreiðar burt með dráttarabifreið.

Mynd: Úr safni VF og tengist ekki slysinu sem um ræðir


Týnt!

Hvernig í ósköpunum stendur á því að þegar maður þarf á einhverjum ákveðnum hlut að halda, að þá finnst hann ekki.  Og þegar maður þarf ekki á honum að halda - að þá er hann að þvælast fyrir manni í tíma og ótíma!  Held að þetta sé eitt af lögmálum Murphy's!


Júró hvað?

Verður spennandi að sjá hvernig Silvía Nótt stendur sig á sviðinu í kvöld, ég og mín fjölskylda ætlum allavegna að fylgjast spennt með.  Allt getur gerst!  Ætli maður verði ekki bara að vera hóflega bjartsýnn á það að hún komist áfram, mar er nú ekki búinn að gleyma hvernig fór fyrir Selmu greyinu í fyrra!!Hissa

Brúðarkjólamátun núna seinnipartinn - spennandi að sjá hvort að kjóllinn muni passa! 

Margt búið að vera að gerast undanfarið, Aníta komin með enn eina eyrnabólguna og í þetta skipti vellur gröfturinn bara út útaf rörunum - þau virka allavegna rétt og hún virðist ekkert finna fyrir, nema bara að þetta er heldur subbulegt!  Komin á pensillín en eina ferðina, nóg búið að bryðja af því á mínu heimili undanfarið.  Annars á snúllan afmæli á sunnudaginn svo að undirbúningur fyrir þau hátíðarhöld er í fullum gangi.

Afmælisbarn dagsins er hún Anna Dóra móðursystir mín og er hún XX ára í kvöld Koss  Hamingjuóskir til hennar í tilefni dagsins!


Já það er nú víst eins gott...

...að passa sig á útlendu plastblómasölunum!
mbl.is Útlendur plastblómasali rændi aldraða konu í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband