Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Hekl...
...þessi handavinnubaktería er alveg að drepa mig þessa dagana. Í dag misnotaði ég mér aðstöðu mína og lærði að hekla í skólanum. Gekk í heklklúbbinn sem verið var að stofna í dag, og lærði að hekla. Þarna sat ég, gamla konan á fertugsaldri, innan um 10, 11 og 12 ára stelpur og lærði undirstöðuatriði í hekli. Betra seint en aldrei!
Prjónabakterían er eitthvað á niðurleið, er samt búin að ákveða að tækla ullarsokka á dömurnar næst, húfurnar eru tilbúnar, hehe, soldið misheppnaðar, en stelpurnar eru hæstánægðar með þær, þarf að þvo þær aftur og athuga hvort þær minnki ekki soldið í þurrkaranum, þær eru búnar að teygja þær svo og toga að þær passa orðið á mig, nema þær eru helst til litlar, ég minni helst á páfann með bleikann bolla á höfðinu!
Bústaðarferðin síðustu helgi var alveg brill, er svona um það bil að ná upp svefni og heilsu aftur!
Er annars í agalegri klípu þessa dagana, þarf að finna mér galakjól fyrir laugardag, fór í gær, fann ekkert (sem að passaði) svo að ég verð bara að halda áfram leitinni í vikunni. Í versta falli enda ég í svörtum ruslapoka sem að ég verð búin að sprúsa upp með glimmeri og pallíettum, ja, eða brúðarkjólnum......hehehe, þá held ég að einhverjir munu missa andlitið!!
Athugasemdir
Vonandi smitaru mig ekki af þessari prjónabakteríu þinni! Nóg að ég byrjaði að sauma út fyrir síðustu jól ;) Hvaða rosa ball er verið að fara á á laugardaginn?? Geturu ekki látið kallinn kaupa kjól í útlandinu?? ;)
Elsa Þóra (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.