Grasekkjulíf...

White-Picket-Fen...jæja, eiginmaðurinn floginn vestur um haf í vinnuna og ekki væntanlegur fyrr en í lok vikunnar aftur svo að við stelpurnar erum einar í kotinu þessa vikuna.  Verð nú að játa að ég hálf kvíði nú fyrir komandi viku, er svo "heppin" að vera í fríi í vinnunni þessa vikuna, má ekkert gera, engu lyfta, ekki stunda neitt líkamlegt erfiði (engin furða að hann hafi bara flogið til USA) - meira að segja hóstar og hnerrar eru á bannlista, soldið erfitt þar sem frjókornaseasonið er í startholunum!!  Svo að það kemur sér vel að ég tók 9 bækur á bókasafninu um daginn og er með gervihnattasjónvarp!

Fórum á pallafund í dag með nágrannanum og það er búið að negla niður hvernig við ætlum að hafa hann útlítandi, þ.e. hæð og gerð girðingar í kringum hann.  Við húsfreyjurnar komumst síðan óvart að því að okkur langar báðum í "white picket fence" í kringum garðinn, eiginmönnunum til lítillar gleði.  Hva, held samt að það verði hrikalega kjúttað, passar vel við lúkkið á húsinu sem er með hvítum hurðum og gluggum og gemsa!  Eða hvað haldið þið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður nú að redda þér húshjálp þessa vikuna og kannski næstu líka. Mér finnstnú lélegt af kallinum að flýja af hólmi. Gat hann ekki fengið frí í nokkra daga?

Það verður nú að passa að kallarnir hafi nú nóg að gera í garðinum á sumrin, þeir þurfa nú að gera eitthvað meira en að standa fyrir framan grillið ;)

Góðan bata, farðu rosa vel með þig.

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband