Ouch...

marens...það er vont að láta skera sig, af því verður ekkert skafið.  En það á að vera  búið að lappa upp á mig núna, maginn kominn á réttan stað í kviðarholinu, skil ekkert í honum að vera að flakka svona uppí brjósthol og vera með einhverja stæla þar.  Núna er bara að láta sér vel lynda súpugutlið og mjúka fæðið sem að ég verð á næstu vikurnar á meðan saumarnir eru að taka sig.  Ég varð voða glöð þegar ég las að yfir leyfinlegar fæðutegundur eru pönnsur, vöfflur og mjúkar kökur...hehehehe.  Maður verður að hafa eitthvað að gleðja sig við í öllum þeim afmælum sem eru á döfinni á næstu dögum.  Gunnar í dag, Heba á sunnudag og Anita svo viku eftir það.  Já, bara svona uppúr þrjú ef að þið voruð að velta fyrir ykkur hvar boðskortið sé, það er nefnilega ekki enn farið í póst! Wink

Hér í sveitinni stendur til að ráðast í byggingu á sólpalli á næstunni, nágranninn er kominn langt framúr, og það gengur sko barasta ekki, hehehe, en það verður ágætt að fá pall, geta tekið fram grillið og garðhúsgögnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband