Þriðjudagur, 3. október 2006
Af hverju?
Af hverju í ósköpunum getur maður aldrei unnið sér í haginn og gert hlutina tímanlega?? Alveg merkilegt hvað ég þarf alltaf að vera á síðustu stundu með hlutina. Núna t.d. er ég búin að eyða kvöldinu í að þræla mér í gegnum 2 skilaverkefni sem að, sem betur fer, ég náði að skila af mér fyrir miðnætti, en þá rann út sá frestur sem ég hafði til að skila þeim. úff púff, heiti mér alltaf í hverri viku að vera duglegri að læra í miðri viku, held reyndar að flensa síðustu viku hafi orsakað mikið af heilasellugraut svo að lærdómur varð eitthvað takmarkaður.
Af hverju í ósköpunum fær maður alltaf kvef á haustin??
Af hverju kemur alltaf lús á haustin - og það nýjasta, bróðir hennar, Njálgur er kominn í heimsókn uppí skóla líka, svo að núna er önnur hendin að klóra í rassi meðan hin klórar í haus Tóm ímyndun í manni náttúrulega - en alveg ótrúlegt hvað maður nær að ímynda sér hehehe.
Skruppum annars uppí Hvanngil með RT8 um helgina, það var voða gaman og mikið jeppast. Stefnum á frekari jeppaferðir í vetur, okkur fannst þetta hin besta skemmtun, og ferða DVDið er alveg að gera sig í aftursætinu, á tímabili héldum við hreinlega að við hefðum gleymt stelpunum heima - það var þögn úr aftursætinu - lengi lengi lengi!!!
Athugasemdir
mér finnst nú dálítil huggun að ég sé ekki ein um að vera svona, alltaf með allt á síðustu stundu! Hélt nefnilega að þú værir meira þessi "pottþétta" týpa ;) hehehe.. er samt ekki að segja þú sért það ekki! :D
Og hvað er þetta með njálginn?!!! Ég hélt að Kamilla væri orðin rugluð, þegar hún var að tilkynna mér þetta. Ég sagði henni náttúrulega að vera ekkert að bora í rassinn á hinum!! hehehehe ;) hóst!
Inga Rún (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.