Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Hvítt ruslarapakk

jebb, það erum við!  Fórum í tilraunastarfsemi í gær og settum upp annarsvegar álpappírsgardínur og hins vegar svarta ruslapokagardínur.  Og niðurstaðan er að bæði virkar vel - allir útsofnir á þessu heimili, stelpurnar sváfu báðar til 8 í morgun, en vöknuðu ekki rúmlega 6 eins og verið hefur alla vikuna.  Ég er hrædd um að við ætlum að vera soldið pakkleg núna um helgina, geisp..., það er svo gott að sofa, og fyrst að þetta virkar að þá fá þessar heimasaumuðu gardínur að vera uppi næstu daga!

Vinnan í húsinu er í fullum gangi þessa dagana, bæði smiðir, rafvirkjar og svo Jón Fannar og Kalli eru þar kvölds og morgna - það er alveg að koma mynd á þetta, eftir viku í viðbót verður komin góð mynd á þetta.

Stefnir í djammkvöld í Keflavíkinni í kvöld, Bergásball í kvöld og margir sem að við þekkjum að fara þangað, veit þó ekki hvort að við förum þangað - erum ekki svo miklir gamlingjar....hehehe - svo er Jón Fannar enn of ungur, það er nefnilega 30 ára aldurstakmark!

Í dag er rigning og rok, svo það er ekki vænlegt til útivistar - sjáum til hvort að það sé ekki moppa eða þvottavél til að leika sér að!


Gæði lífs míns - ef að hægt er að mæla það!

This Is My Life, Rated
Life: 8.2
Mind: 7.3
Body: 6.1
Spirit: 7.2
Friends/Family: 6.9
Love: 9.1
Finance: 8.8
Take the Rate My Life Quiz

Rör

Alltaf ég jafndugleg að koma með fréttir - hömm hömm, komin fram í miðja viku og ekki farið að heyrast múkk í manni.  En hvað um það - svo sem ekki mikið búið að gerast síðan síðast.

Farið í eitt matarboð, sofið hjá mömmu eina nótt, Smáralindin könnuð, 1x sýning í Laugardagshöll, 1x barnaafmæli, farið í vinnunna í 2 daga, farið með Anítu til læknis, sníkt síðdegiskaffi hjá Karen, passað 1 stk aukabarn í nokkra tíma, sett í þvottavélar og uppþvottavélar, Aníta 1 stk röra og nefkirtlatökuaðgerð og svo náttúrulega sinnt grunnþörfum fjölskyldumeðlima þess á milli.  Er að fara á eftir í klippingu og strípur á eftir og hlakka gífurlega til, er orðin frekar loðin um kollinn enda ekki farið síðan í lok janúar!  Hissa

Framundan eru síðan (vonandi) góðir tímar framundan með blóm í haga.  Brosandi  Skulum vona að þessum veikindum hennar Anítu sé lokið í bili og að við taki góður kafli.  Hún á að vera farin að heyra betur og líða betur, og andað betur þar sem að nefkirtlarnir voru víst gígantískir.  Annars ekkert planað á næstunni - bara rólegheit og næsheit.  Jón Fannar er á landinu þessa dagana, en vinnur myrkranna á milli svo að hann sést ekki mikið.

Amælisbarn gærdagsins var hún Anna Karlsdóttir og óskum við henni til hamingju með það.

Og já, það eru nokkrar nýjar myndir í snúllualbúminu!


Ullabjakk...

...á þvottahúsgólfinu í morgun, að hætti Anítu Ýrr! Öskrandi  Ég er enn að jafna mig og þjáist af syfju. 

Verð að finna einhverja lausn á að byrgja gluggana hjá stelpunum, núna var það Elíza sem að vaknaði 6 í morgun og heimtaði að það væri kominn dagur, Aníta svaf sem betur fer alveg til 7!  Hvort ætli sé meira white-trashlegt - álpappír í gluggum, svartir plastpokar eða dagblöð?  Á virkum dögum þarf ég að vekja þær, en um helgar og á frídögum að þá keppast þær við að setja met í því hvor getur mögulega vaknað fyrr!   Óákveðinn

Kallinn er að fara í eitthverja strákaferð og verður yfir nótt, svo að við verðum bara heima mæðgurnar, ekkert nýtt svo sem á þessum bæ. 

Er hægt að deyja úr leiðindum?  Hef verið að velta því fyrir mér!  Saklaus


Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti og samkvæmt fréttunum fraus saman vetur og sumar - sem þykir boða gott sumar, svo að nú bíð ég spennt! Svalur  Búin að pússa rykið af sólaráburðinum og eftirsólkreminu, er svona að vona að ég geti lagt brúnkukremið til hliðar á næstunni Glottandi

Annars er ég orðin dópisti eftir að ég heimsótti lækni í gær.  Er búin að vera á leiðinni í ca. 6 mánuði, og hunskaðist svo loksins í gær og er komin á allskonar dóp, verk og vindeyðandi, bólgueyðandi, bjúgeyðandi og blóðþrýstingslækkandi - mér leið eins og hálfgerðu viðundri þegar ég labbaði með stóran innkaupapoka útúr apótekinu og nokkra fjölnota lyfseðla í hinni.  Ég er alvarlega farin að halda að ég hafi ekki bara verið móðursjúk og haldin ímyndunarveiki á háu stigi.  Held að þetta sé merki um háöldrun, að maður fari til læknis og hann finni eitthvað að manni - er vanari hinum pakkanum.  Allavegna, dagur 1 á dópi var í gær - og svei mér þá ef að það virkar ekki barasta!

Og já, og fyrir ykkur sem að ekki vissuð það - ég er víst þessi stressaða týpa Öskrandi - aldrei hefði mig grunað það - en ykkur?


Rigning vs Sól

Eitthvað var heilsan undir slappleikismörkum á sunnudag, allavegna stendur páskaeggið mitt ennþá óhreyft inní skáp, ekki verið mikil lyst á sætinum undanfarið - ótrúlegt en satt, ég var nú bara búin að hlakka til að borða páskaegg í margar vikur.  Kalldúllan kom færandi hendi með Konfektegg frá Nóa handa mér (hann fékk líka eitt, ég er að narta hans núna hehe), stelpuskotturnar fengu egg líka og þeim fannst nú nammið inní mest spennandi - eggin eru eftir svotil alveg heil, hugsa að þau lendi nú í ruslinu úr þessu, þær eru alveg búnar að gleyma þeim núna. 

Við ákváðum að stelpurnar gætu alveg eins fengið sumargjafirnar sínar um helgina fyrst að veðrið var svona gott - og núna er kvöð á okkur að fara með þær að labba á hverjum degi, eða við að labba - þær að hjóla.  Sandkassinn var líka tekinn í notkun um páskana, og nú er ekkert gaman að vera inni lengur, þær vilja vera úti, annaðhvort að moka eða hjóla.  Svo að það er hætt við að grágulgræni liturinn sem að hefur verið á andlitinu á mér hverfi á næstunni, verður vonandi að brúnku - nú er bara að vona að gula skrímslið á himnum láti sjá sig sem oftast á næstunni!

Aníta er annars komin með leikskólapláss og byrjar 11. júlí, en þá kemur leikskólinn úr sumarfríi.  Berglind ætlar að vera í vist hjá okkur og svo er róló opinn líka, því að mín verður að vinna til 7. júlí - þó að maður vinni í skóla fær maður sko ekki kennarasumarfrí - bara strípaða 24 daga, ég tek 3 vikur í júlí, og  2 vikur í ágúst þegar við förum til Tenerife.......vííí, mér er ýkt farið að hlakka til!  Vinn nokkra daga þarna um mánaðarmótin júlí/ágúst áður en ég fer aftur í frí.

Síðasti dagurinn í páskafríinu í dag, var að brúðkaupsstússast í morgun, fór í lönsj með unnustanum í hádeginu á Duus og svo notaði ég seinnipartinn til að olíubera garðhúsgögnin og var ekki vanþörf á því, þau voru greinilega orðin mjög þyrst, hugsa að ég verði að fara aðra umferð bráðlega, svona svo að þetta endist íslenskt sumar, á einhvernveginn von á meiri rigningu heldur en sól hér á Fróni í sumar!  

Hver er ykkar skoðun á því máli?


Súkkulaðidagurinn

Í dag er páskeggjadagur og vill ég því nota tækifærið og óska ykkur til hamingju með daginn!  Gleðilegt páskaegg! 

 Ullandi slef


Notalegheit!

Ohh, hvað það er gott að vera í svona fríi - sofa mikið og horfa á imbann og slaka á!   Fórum í matarboð í gær (vorum þar reyndar líka í kaffinu, extra uppáþrengjandi gestir, hehe!) og fengum voða fínan mat - namm namm - þetta stefnir í að verða frekar matardagbók en blogg! Glottandi

Dagurinn í dag er búinn að vera fínn - fórum í bíltúr áðan, keyptum ís og rúntuðum útí Garð og Sandgerði.  Áður en það gerðist eignuðust stelpurnar ný hjól!  Veðrið var svo rosalega gott að við ákváðum að í dag væri tilvalið að gefa sumargjafirnar - þ.e. nýju hjólin þeirra.  Það var mikil hamingja og það er búið að hjóla útí eitt síðan.  Fórum í góðan göngutúr með stelpurnar, Elíza hjólaði (að mestu leyti), Anítu var ýtt, og við löbbuðum.  Við þurftum svo að draga þær inn um sjöleytið, en þá höfðu þær verið í garðinum að leika sér í nær klukkutíma.  Við verðum virkilega að redda sandi í sandkassann sem fyrst - nú þegar veðrið er að skána sé ég fram á að þær eigi eftir að leika mikið úti í garði á næstunni!  Myndir af hjóladrottningunum koma inn á næstunni!

Kvöldið er heldur óráðið - en við erum komin með manneskju til að passa fyrir okkur svo að ætli það verði ekki kíkt í eins og einn bjór eða svo - og svo í partý sem að búið er að bjóða okkur í!

 íha... Svalur


Rooooop!

Vorum að koma úr fermingarveislu, og maður náttúrulega búinn að glomma yfir sig af allskonar gúmmulaði - namm namm, alltaf gaman að fara í veislur!

Komum heim í gærmorgun, ósofin og fín, sváfum fram eftir degi og sóttum svo snúllurnar í pössun, síðan var forvitninni hleypt í ferðatöskurnar, Elíza var mest svekkt yfir því að við komum ekki með nýju fötin hennar að sækja hana á leikskólann, en tók fljótt gleði sína á ný eftir að heim var komið.

Til að sýna ykkur hvað heimurinn er rosalega lítill að þegar við vorum nýstigin útúr rútunni frá bílaleigunni fyrir utan terminalið, og vorum að baxa við að ná okkur í kerru, að þá labbar fólk í flasið á okkur, Magga, Madda og Bryndísardóttir (hún og JFK eru systrabörn) og Chris - hún hafði þá verið að lenda með vélinni sem að við vorum að fara í, hún var að koma í heimsókn til hans næstu tvær vikurnar.  En ótrúleg tilviljun að rekast svona á þau útá götu, 5 metrar til eða frá hjá rútunni og við hefðum ekki rekist á þau, 30 sekúndur til eða frá, og við hefðum ekki rekist á þau!!  Svona er heimurinn lítill og uppfullur af óvæntum uppákomum!

Nú er það bara imbagláp og rólegheit framundan, ekki mikið planað um páskana, nema nokkur matarboð eða svo - éta éta éta...namm namm namm...

he he he - viktin er ekki niðurávið þessa dagana!


Mánudagurinn 10. Apríl - Starbucks á The Biltmore, Providence, RI

Sit herna a Starbucks og sotra appelsinudjus og borda koku - er ekki thekkt fyrir mikla kaffidrykkju - en her er internet svo ad til ad hvila mig fra budarrapinu akvad eg ad setjast adeins hingad inn.
Ferdin er buin ad vera alveg frabaer hingad til.  Sma seinkun a fluginu thannig ad vid gerdum ekkert a fostudagskvoldid nema fa okkur ad borda a hotelbarnum og svo bara ad sofa, enda komid langt fram yfir hattatima.  Timamismunurinn hja okkur er 4 timar a eftir Islandi, nuna er klukkan semsagt half 2 hja mer, en half 6 a froni!  Allavegna, eyddum laugardeginum i ad leika turista, forum i skipulagdar skodunarferdir um alla Boston, skodudum gamalt herskip, og forum i utsynisturn og saum alla helstu stadina.  Ut ad borda um kvoldid a steikhus.  I gaer svafum vid frameftir og eftir morgunmat tekkudum vid okkur ut af hotelinu, tokum bilaleigubil og keyrdum
aleidis  til Providence.  Forum reyndar fyrst i Galleria Moll i Cambridge (vid hlidina a Boston) og thar komst min i feitt, tokst ad eyda fullt af penge a engum tima (ad mer fannst, Joni Fannari var vist
eitthvad farid ad leidast oll bidin!)  Stoppudum adeins i K-Mart adur en vid komum a hotelid i gaerkvoldi.  Ut ad borda a brugghusi og svo bara i hattinn klukkan 10, erum ekki alveg buin ad na upp thessum timamismuni.  I morgun for Jon Fannar i vinnuna, en eg skellti mer i Providence Place mollid sem ad er vid hlidina hotelinu, tokst ad kaupa og kaupa og kaupa thar, a stelpurnar og Jon Fannar - vid getum lika ordad thad thannig ad eg hafi fengid nett kastt... hehehe - thetta stefnir allt i adra ferdatosku - serstaklega ef ad vid forum i Target a eftir, vorum eitthvad ad spa i thvi!

Annars langadi mig ad segja ykkur fra hotelinu sem ad vid erum a herna i Providence.  Thad var byggt arid 1922 og er i upprunalegu astandi - thad er haldid vid eins og thad var thegar thad var byggt.  Og eg verd bara ad segja OMG!!!  Herbergid okkar er eins konar mini- svita, um 50
m2 af staerd, med 2 king size rumum, stofu, 42" plasma (sem ad var nu ekki til 1922) en va - thvilikt herbergi - bara ef oll herbergi vaeru eins og thetta!!

Thvi midur gleymdum vid myndavelinni heima, en fjarfestum okkur i einnota graeju svo ad thad er aldrei ad vita nema ad thad komi myndir einhverntimann inn ur ferdinni!

Leggjum i hann heim annad kvold hedan og lendum a midvikudagsmorguninn


- sjaumst sidar!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband