Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Ég er nörd!
Búin að taka próf þess efnis og hérna er útkoman!!
Þekki reyndar nokkra sem líklegast myndu skora hærra í þessu en ég - hömm hömm, eigum við að koma í nördakeppni? Endilega límið skorið ykkar í athugasemdirnar hjá mér - það er hægt að klikka á myndina til að fá upp nýtt próf!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Reykjesbær...
Vinnuslys í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
You go girl...
140 fá aðstoð við íslensku sem annað mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Amli...
Ég á amli í dag - í þessu líka fína veðri - ekki amalegt!
varð bara aðeins að tjá mig um það! :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. janúar 2008
Nú verð ég bara að tjá mig...
...skrapp í búð á miðvikudaginn (sem var hinn 16. dagur janúarmánaðar) og fékk hálfgert sjokk. Það eru komin páskaegg í búðirnar og ég er enn að klára jólakonfektið! Mér finnst nú full langt gengið að setja páskaegg í búðir í janúar - þó að páskarnir séu í mars!
Ég trúi því nú ekki að ég sé ein um þessa skoðun!
Annars er ég byrjuð í skólanum á fullum krafti aftur. Jólaprófin komu mjög vel út hjá mér, mér tókst náttúrulega að brillera í öllum fögum svo nú er eins gott að standa sig til að halda standardinum uppi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. desember 2007
Árið 2007
Árið hófst með hefðbundnum flugeldasprengingum og gleðskap fram undir nýjársdagsmorgun í félagsskap góðra vina. Árið var í heildina ár rólegheitanna - miðað við mörg undanfarin ár.
Janúar var fremur tilbreytingalaus framanaf, en 5 ára afmæli eldri heimasætunnar setti þann mánuð á kortið, enda var haldið upp á herlegheitin með pompi og pragt sem hæfir prinsessum sem henni.
Febrúar var tíðindalítill, vinna, borða og sofa voru í fyrirrúmi, þó við hjónin gerðum okkur glaðan dag með góðum vinum eina helgina og gistum á hótel Hamri. Flensa ársins lagðist þungt á heimilisfólk og stóð yfir í vikutíma.
Í mars var svo lítið um að vera, að það tók því ekki einu sinni að blogga um þann mánuð, þó rámar mig nú í að hafa farið á eina árshátíð, tvær fermingar, prjónað húfur og verslað ný borðstofuhúsgögn. Ekki slæmur árangur í annars tíðindalitlum mánuði.
Apríl hélt innreið sína með ferð í höfuðborgina, út að borða með góðra vina hópi og leikhúsferð, rauðvínsspjalli í kjölfarið og gistingu á hótel Loftleiðum í kjölfarið. Enn ein ferming fylgdi í kjölfarið, svo og heimsókn upp í sveit. Sumardagurinn fyrsti boðaði sumarkomu með tilheyrandi hjólreiðatúr og hönnun sólpallar hófst fyrir alvöru. Prjónabakterían breyttist yfir í heklbakteríu og sumarbústaðarferð með saumaklúbbnum og mökum var kærkomin tilbreyting, svo og galakvöldið á hótel Örk í lok mánaðarins. Nóg um að vera...
Maímánuðir hóf innreið sína með Londonferð og strax í kjölfarið 20 ára fermingarafmæli. Strax eftir helgina lagðist ég síðan undir hnífinn til að láta laga hnökra sem orðið höfðu á fyrri bakflæðisaðgerðum og í kjölfarið var ég frá vinnu í 4 vikur, general afslappelsi í gangi allan mánuðinn hjá mér, verst að byggingu sólpallsins var ekki lokið, en smíði hans fór einmitt á fullt í mánuðinum. 3x3ja ára afmæli á 10 daga tímabili tók við, en yngri heimasætan varð sú síðasta í röðinni til að halda sitt prinsessuafmæli. Það má þó með sanni segja að maímánuður hafi verið mánuður umbyltinga og breytinga í lífi okkar, húsbóndinn réð sig í vinnu á Íslandi mér til mikillar gleði, og ég sendi inn umsókn í háskólanám.
Júnímánuðir var mánuður utanlandsferðanna. Fyrst fór ég í vikuferð með vinnunni til Ítalíu, og í lok mánaðarins fórum við hjónin í rómantíska helgarferð til Parísar. Síðustu helgina fórum við fjölskyldan síðan á ættarmót í Borgarfirðinum, í fyrsta skipti í allt of mörg ár, örugglega komin 10-15 ár síðan ég mætti síðast á þetta ættarmót, sem ku víst vera haldið annað hvert ár - vúpps! Yngri heimasætunni tókst næstum því að koma í veg fyrir ítalíuferðina með því að detta á hausinn á leikskólanum og fá heilahristing, 18 tímum áður en flugvélin átti að fara í loftið, en sem betur fer reyndist hann vægur og hún var fljót að jafna sig. Pallasmíðin hélt áfram og smá mjakaðist í átt að sólpalli. Eiginmaðurinn byrjaði í nýju vinnunni sinni og ég fékk jákvætt svar frá skólanum og sagði upp í vinnunni um hæl.
Júlímánuður var mánuður sumarfrísins, sólarinnar og afslappelsins. Ekki urðu nein stórtíðindi í þeim mánuðinum, smá ferðalög innanlands í sumarbústað og með tjaldvagn. Að öðru leyti var mánuðurinn tíðindalítill, bygging sólpalls smá mjakaðist áfram.
Verslunarmannahelgarvikunni eyddum við í sumarbústað með góðum vinum fyrir austan fjall. Að öðrum kosti var ágúst mánuður tíðindalítill, nema hvað við hjónin hættum bæði í vinnunum okkar. Hann sagði endanlega skilið við starfsfélaga sína erlendis og ég hætti í ritarastarfinu og byrjaði í hlutastarfi sem tölvuumsjónarkona enda settist ég á skólabekk í lok mánaðarins. Og jú, við fórum í brúðkaup til Skúla og Erlu og ljósanótt var í lok mánaðarins, nóg um að vera eins og vanalega.
September var tíðindalítill sökum anna hjá mér í skólanum, þó hann hafi verið einstaklega blautur frá upphafi mælinga. (sko rigningin, þó að eitthvað hafi verið um glaum og gleði!). Síðustu helgina fórum við á árshátíð TM í Gullhömrum og gistum á Nordica um nóttina. Meira situr nú ekki eftir í hausnum um þann mánuðinn.
Október var mánuður mikilla skilaverkefna hjá mér og einkenndist struktúr hans því af því hvað hentaði hverju sinni. Skruppum þó í jeppaferð upp á hálendið og gistum eina nótt í Hólaskjóli eftir að hafa þvælst um víðan völl fyrr um daginn. Eins gistum við eina helgina hjá vinum ásamt dætrunum og borðuðum þar góðan mat í góðra vina hópi, sem sumir hverjir voru komnir langt að.
Nóvember hóf innreið sína með hinu alræmda HallóVín partýi sem tókst með fádæmum vel. Lítið bar til tíðinda annars í okkar lífi í mánuðinum, skrópuðum í einu jólahlaðborði (sökum barnapössunarvandræða og skilaverkefnaanna) en mættum á annað á lokadegi mánaðarins, og gistum þá á hótel Plaza í kjölfarið.
Desember var mánuður hins mikla próflestur, og lítið gert annað en að lesa undir próf allan mánuðinn. Auðvitað gekk lífið sinn vanagang á milli prófa, skruppum í smá jólapartý hjá vinnunni minni um miðjan mánuðinn, en að öðru leyti var ekki mikið útstáelsi á okkur þennan mánuðinn. Til að fagna próflokum og jólafríi, fórum við svo ásamt 3 vinahjónum okkar á Hótel Sögu eina nótt rétt fyrir jól, kíktum í spaið, fórum fínt út að borða og nutum lífsins, fjarri annríki jólanna. Steiktum laufabrauðið á þorláksmessukvöld, svona rétt til að fá rétta stemmarann í hús. Jólin voru hefðbundin veisla áts, gjafa og fjölskylduboða og una nú allir sælir við sitt og bíða áramótanna, þó að forskot hafi verið tekið í kvöld með nokkrum stjörnuljósum fyrir sprengjuóðar heimasætur.
Árið 2007 var í heildina gott ár og við skiljum við það sátt og með fögnuð í hjarta um að enn eitt árið hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig í lífi okkar.
Lifið heil og megi árið 2008 færa okkur öllum gleði og hamingju
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Bezt í heimi...öhhh eða hvað?
Það er næsta víst að við erum dýrust í heimi. Skrapp um daginn og gerði smá jólagjafainnkaup og það var ekki að spyrja að því, tókst að eyða tugum þúsunda í nánast ekki neitt. Já þeir eru fljótir að telja þúsundkallarnir. Að ekki sé talað um matarkostnaðinn - sem ég hélt að hefði átt að lækka í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar - en sýnist hann ætla vera hærri þessi jól en þau í fyrra. Við lifum í verðbólguþjóðfélagi og meginþorri þjóðarinnar virðist bara sætta sig við það. Hvernig væri að taka höndum saman og reyna að minnka verðbólguna? Gætum við, almúginn, ekki snúið bökum saman og hrundið af stað aðgerðum sem miða að því að minnka þensluna?
Hef það einhvernveginn mjög sterkt á tilfinningunni að meginþorri þjóðarinnar myndi ekki nenna að leggja það á sig. Samt spurning um hvort að stjórnvöld ættu að gefa út lista/leiðbeiningar um hvernig hægt er að draga úr verðbólgunni - á mannamáli fyrir almenning að skilja. Þýðir ekkert að fá speking í sjónvarpið sem segir okkur að draga úr neyslunni en enginn veit hvar á að byrja.
Jæja, er hætt að rausa í bili, best að snúa sér að námsbókunum, próf á morgun, það síðasta sem betur fer - svo er ég komin í jólafrí frá skólanum allavegna, ekki vinnunni......stynj. Gæti þegið tveggja vikna frí á sólarströnd eftir maraþonlestur desembermánaðar.
Dýrast að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Glæsilegar fréttir
Ég held að maður eigi eftir að skoða það mjög alvarlega að fara yfir til þeirra með húsnæðislánið held ég - lánamarkaðurinn hérlendis er algjör klikkun - sérstaklega þegar maður er búinn að vera þáttakandi í lánamarkaðinum erlendis og sjá hvernig hann virkar - þá eru lánin hér algjörlega út í Hróa Hött!! Maður borgar og borgar og borgar - og aldrei lækkar lánið - hækkar bara og hækkar. Klikkun!
Íbúðalán á evrópskum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 3. desember 2007
Styttum vinnuvikuna...
...106 yfirvinnutímar á mánuði, það er einn og hálfur vinnudagur á dag, eða rétt rúmir 5 yfirvinnutímar á dag, ofaná þá 8 sem fyrir voru komnir. Það er assgoti mikið og getur ekki gert fjölskyldum gott.
Ég man þá tíð er það var unnið myrkranna á milli hér á landi. Þó er nú ekki hægt að tala um myrkranna á milli því dagarnir (myrkrið) eru svo mislangir hér á landi. Það þótti ekki neitt óeðlilegt að vera að vinna frá 7:30 - 19:00 fyrir ófáum árum og sumir unnu enn lengur.
Sem betur fer vinnur fólk hér á landi sjaldan meira en 10-12 tíma á sólarhring. Það er barasta ekki hollt. Hugmyndin að styttri vinnudegi er sem betur fer farin að riðja sér til rúms hér á landi, skyldu verkalýðshreyfingin eitthvað ætla að aðhafast meira í því að stytta vinnudaginn í komandi kjarasamningum.
Ég heyrði eitt sinn Breta segja um okkur íslendinga: "We live to work but you Icelanders work to live". Eins og ég vil skilja þessa setningu: "Bretar lifa fyrir vinnuna en við íslendingar vinnum til að geta lifað lífinu"!
Skyldi þessu vera eins háttað í Japan?
Vann yfir sig og dó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Best að fara að elda kvöldmatinn...
Þegar við hjónin fórum í búðina í gær sagði elskulegur eiginmaður minn við mig: "Vá, það eru alveg 3-4 mánuðir síðan ég hef komið inn í matvörubúð!"
Þarf ég að segja eitthvað meira um verkaskiptinguna á heimilinu? Hann reyndar á sína góðu spretti þessi elska, sér alfarið um skúringahliðina og straujerí. Ég man þá tíð þegar við vorum ný byrjuð að búa og unnum öll húsverk, þvotta, matargerð og innkaup í sameiningu. Sú var tíðin! - hef ég mildast svona mikið í feminískum viðhorfum mínum í gegnum árin eða er þetta eitthvað náttúrulögmál sem gerist í kjölfar barneigna? Það mætti eflaust skrifa heljarinnar ritgerð og rannsaka þetta mál betur.
Hvað varð um rauðsokkuna í mér?
Konur vinna enn flest húsverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)