Myndir úr Halló-Vín partýi

Jæja, loksins eru komnar nokkrar myndir úr partýinu víðfræga - nágrannarnir í hverfinu eru að jafna sig - flugeldasýningin fór víst ekki vel í þá! hömm hömm

Smellið hér til að sjá myndir eða til hliðar


Tannálfurinn kemur...

toothfairyKlukkan 19:58 á staðartíma gerðist merkisatburður á heimilinu er frumburður okkar missti sína fyrstu tönn.  Þetta hafði reyndar staðið fyrir dyrum í rúman hálfan mánuð en í dag var ekki aftur snúið, tönnin skyldi úr í kvöld því hún hékk orðið á bláþræði.  Það er stolt lítil stúlka sem labbar um húsið núna, með tönnina í glærum plastpoka og kíkir regluleg í spegilinn til að skoða gatið! Hún bíður spennt eftir því að fara að sofa og hefur tilkynnt það hástöfum að tannálfurinn komi og taki tönnina og skilji eftir hvorki meira né minna en 1000 krónur. Ég man þá tíð þegar tannálfurinn kom barasta ekkert í heimsókn eða þegar hann kom, þá skipti hann út tönnum fyrir klink! Bæklingurinn frá Toys R' Us kom inn um lúguna í dag og þær systur eru mikið búnar að skoða hann.  Daman er þegar búin að eyrnamerkja peningunum sem hún fær frá tannálfinum u.þ.b. helmingnum af dótinu sem þar er sýnt.  Helst langar hana í stóra "meik-up-tösku" sem þar má sjá.  Við höfum reynt að sannfæra hana um að tannálfurinn sé nú ekki svo gjafmildur fyrir eina litla tönn, en okkur er ekki trúað! Það er eins gott að þetta verði gjafmildur tannálfur sem kíkir í heimsókn í nótt!


Morgunbænin

Kæri Guð

Það sem af er degi hefur mér gengið vel
Ég hef ekki slúðrað, misst stjórn á skapi mínu né verið gráðug,
fúl, illgjörn, sjálflæg eða sjálfselsk.  
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað né borðað súkkulaði. 
Ég hef ekkert notað Vísa kortið mitt í dag.

Á næstu mínútum mun ég fara framúr rúminu, og
ég held að ég þurfi á hjálp þinni að halda þá.

þín að eilífu

Amen

http://www.myheritage.com/collage

Ging gang gúllí gúllí...

books...held að ég sé að verða soldið gúllí gúllí af öllum þessum lærdómi undanfarnar vikur.  Það er alveg með ólíkindum hvað það er ætlast til mikils af manni.  Ég get svarið það að ég kemst ekki yfir helminginn af því lesefni sem við eigum að lesa fyrir tímana, en svo þegar ég ber mig saman við samnemendur mína, að þá er ég ekki ein um þetta, það er enginn sem kemst yfir að lesa allt sem lesa á!  Samt finnst mér ég vera með nefið ofaní bókum eða gera verkefni allan þann frítíma sem ég hef, öll kvöld nánast og eitthvað um helgar, svo eru virkir dagar náttúrulega nýttir líka þar til tími er kominn að því að sækja börnin á leikskóla.  Ég verð reyndar að játa það að ég skrópaði í lærdómnum tvö kvöld í vikunni og bauð bóndanum í bíó, og fór í saumklúbb kvöldið eftir - tvö heil kvöld!! - og þá finnst mér það agalegt að vera farin að tala um að skrópa í lærdómnum, en svona er samviskusemin að drepa mann, en samt dugar það ekki til að halda dampi í lestrinum!  Ótrúlegt alveg!  Annars er alveg ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða - einungis mánuður eftir af skólanum, og þar af ein vika í vettvangsnámi, svo verður allur desember helgaður próflestri, svo að eitthvað verður jólaundirbúningurinn snöggsoðinn!  Annars er ekki loku fyrir það skotið að maður geti byrjað á honum strax núna - svo til allar verslanir búnar að opna jóladeildir sínar, a.m.k. IKEA, Hagkaup og Húsasmiðjan, svo hvernig ætli það falli í kramið hjá nágrönnunum ef maður er búinn að koma upp öllu skrauti og seríum í húsinu um miðjan nóvember?

 Já, jólin byrja annað hvort mjög snemma í ár hjá okkur - eða ekki fyrr en korter í jól!


Halló-Vín partý 2007

Eins og flest allir vita að þá verður það haldið þann 3. nóvember í húsakynnum okkar - þið afsakið hvað formlega boðskortið  berst ykkur seint

Hallóvínparty2007


Skandall

Já, alltaf eru skólamálin í brennidepli.  Allir vita af vandamálinu, en enginn gerir neitt í því!  Hvað þarf eiginlega að gerast í þjóðfélaginu svo að kennarar og annað skólastarfsfólk fái sómasamleg laun?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör!


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsyfirráð!

Hvað skyldi líða á löngu þangað til við stelpurnar verðum við stjórnartaumana og allsstaðar í æðstu stöðum?  Hlutföllin í háskólanámi hafa algjörlega snúist við, nú eru konur 62.3% þeirra sem stunda háskólanám - hvað er langt að bíða þangað til við verðum komnar í sömu spor í stjórnmálaheiminum? 

Ég spái 30 árum!


mbl.is Konurnar fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein milla á mann...

jahá, það er aldeilis...
mbl.is Grunnskólanemendur kosta milljón á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að dómskerfinu...

prison...að dæma manninn ekki til þyngri refsingar?  Sekt hans var sönnuð svo um munar og maður í hans stöðu hefði átt að vita betur.  Lögmaður, for crying out loud! 

Ég spyr mig bara að einu, hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart 4 stúlkum.  En í dómsskjölunum kemur m.a. fram að lögregla hafi fundið og gert upptæka minnisbók á heimili hans, sem innihélt nöfn, netföng og símanúmer 335 stúlkna!!  Er ekki næsta víst að hann hafi brotið kynferðislega gegn einhverjum þeirra líka?  Fyrir utan þetta fundust ljósmyndir á tölvum hans og myndbandsspólur.  Fleira áhugavert kemur fram í dómnum fyrir þá sem nenna að leggja á sig soldinn lestur http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700190&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Reyndar finnst mér skrýtið að refsiramminn er léttari ef að skyldmenni  fremur kynferðisafbrot (allt að 12 ár) heldur en ókunnugur (allt að 16 ár) - mér finnst bæði jafn slæmt.  http://althingi.is/altext/133/s/1390.html

Mér persónulega finnst að hann hefði átt að fá lengri dóm, það hlýtur að vera hægt að fara einhvern milliveg í dómum, ég er ekki að segja að við ættum að taka upp USA stæl dóma - en 3 ár eru alltof vægur dómur, kannski 3 ár fyrir hvert brot sé nær, 4x3=12 ár - ég hefði verið sáttari við þann dóm...

Þetta er dæmi frá USA - 200 ára fangelsisdómur vegna barnakláms stendur

Nú er búið að taka út þann möguleika að blogga um þessa frétt, svo harkaleg viðbrögð hefur hún vakið hjá almenningi! 


mbl.is Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annir

Já, það er alveg merkilegt hvað maður getur alltaf hreint verið upptekinn.  Síðan að skólinn byrjaði, eru allt í einu of fáir tímar í sólarhringnum, til að koma öllu því í verk sem að þarf að gera.  Annars hef ég góða tilfinningu fyrir skólanum og held að ég eigi alveg eftir að plumma mig þar - svo framarlega sem maður nær að halda í við hraða yfirferð á námsefninu.  Er alveg búin að komast að því að háskólanám gerir ekki ráð fyrir því að þú eigir líka heimili, börn og félagslíf sem þarf að sinna, og öll þessi atriði hafa fengið að sitja á hakanum undanfarið. 

Þannig að þeir vinir mínir sem að finnst þeir eitthvað afskiptir þessa dagana, örvæntið ekki, ég kem aftur til byggða eftir tæp 3ár.  hehehe   Vonum að þetta eigi eitthvað eftir að lagast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband