Færsluflokkur: Dægurmál

Ég bíð bara spennt

Vatnsberi: Þú er nú meiri partíveran! Ef einhver kann að skemmta sér þá er það þú og allir elta þig. Óvænt símtal færir spennandi fréttir og jafnvel ferðalag.

Sund

swimVoðalega er nú alltaf jafn hressandi að skreppa í sund!  Við fjölskyldan skelltum okkur í löngu overdue sundferð áðan, stelpurnar eru bara búnar að vera að suða um að fara í sund í nokkrar vikur, en einhvernveginn, þegar veðrið er vott, kalt og grátt, finnur maður sér einhverjar ástæður til að fara ekki.  En loksins þegar maður er kominn á staðinn að þá er það alltaf jafn gaman og hressandi.  Og þó að það hafi verið sól úti, þá var samt ísssssskalt, brrrr.  En er búin að heita mér því að vera nú dugleg að fara með stelpurnar í sund, við höfum bara allar gott af því. 

Annars mest lítið í fréttum, stóð fyrir stofnun starfsmannafélags í vinnunni í dag, svo að öll mál þar eru að komast í fastar skorður.  Get ekki annað sagt en að ég sé farin að hlakka til sumarsins, alveg kominn tími á langt langt frí, geisp, langtímaþreytan eitthvað farin að segja til sín.  Hef loksins stigið stórt skref fyrir mig og pantað mér viðtal hjá námsráðgjafa í næstu viku, hugurinn stefnir á eitthvað frekara nám á næstunni, aldrei að vita hvaða vitleysu mér dettur í hug að fara að stúdera. W00t


Aumingja barnið

Það á ekki af aumingja barninu að ganga.  Missir bróður sinn nokkra daga gömul, missir móður sína nokkra mánaða, og svo núna er ætlaður faðir hennar ekki faðir hennar, heldur annar maður.  Ja, það er ekki annað hægt að segja en aumingja litla barnið - það byrjar ekki gæfulega fyrir henni lífið.  Vonum bara hennar vegna að hún þurfi ekki að líða fleiri hörmungaratburði á lífsleiðinni.  En hvað veit maður, er ekki slagurinn um allar milljónirnar enn í gangi??
mbl.is Birkhead er faðir Dannielynn Smith
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska - málshættir fjölskyldunnar

paskaegg  Jæja, allir búnir að finna páskaeggin sín í morgun og fólk á góðri leið með að fá í magann af súkkulaði óverdósi Sick

Málshættir fjölskyldunnar að þessu sinni urðu:

 

Rósa:  Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Jón Fannar:  Sætur er ábata þefurinn

Eliza Lív:  Að hika er sama og tapa

Anita Ýrr:  Lengi getur fullur etið og latur legið

 

Það er nú ekki hægt að segja annað en að páskaeggin í ár hafa hitt beint í mark...hehehe


Pestarbæli...

Heldur bálegt ástandið á heimilinu núna, stelpurnar báðar lagastar í flensu og húsmóðirin ekki alveg heil heilsu heldur.  Samt ekki thermoalveg eins veik og þær.  Ég hef barasta aldrei vitað eins harðgera flensu, Eliza er búin að liggja síðan á laugardaginn, með háan hita, en Anita lagðist í gær.  Alveg merkilegt hvað hitalækkandi hefur lítil áhrif á Anitu.  Hún fer alveg uppí 40 stiga hita, fær hitalækkandi, og þá eftir 1-2 tíma að þá er hitinn kannski kominn niður í 39.3, þó að hún sé bara á nærfötum.  Ég hef aldrei kynnst þrautsegjari hita eða jafn langri flensu.  Þær vöknuðu báðar með 39 stiga hita í morgun svo að þetta er greinilega ekkert á undanhaldi.  Einnig fylgir þessu  barkabólga, hæsi og hósti.  Svo að ég mæli ekkert með að fólk sé að koma í heimsókn á meðan þessi ósköp dynja yfir, nema náttúrulega að það vilji ná sér í flensu!! Sick  Vonandi verður þessu nú lokið um helgina samt, ekki gaman af þessu veikindastússi!!


Já já, soldill munur...

...á hvernig er tekið á svona málum á Íslandi eða í Bandaríkjunum.  Mér finnst persónulega og prívat að við ættum að hafa Bandaríkjamenn sem fyrirmynd í þyngd dóma.  Það er hreinlega fáránlegt hvað menn (veit ekki um að konur hafi fengið dóm hér á landi fyrir kynferðisafbrot) fá stutta og litla dóma, og sitja u.þ.b. helminginn af sér, eru svo komnir út aftur til að brjóta af sér.  Hreint út sagt ÓTRÚLEGT - en svona er Ísland í dag!
mbl.is 800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið að gerast...

...úff, það er ekki laust við mikið bloggleysi á þessum bæ, en það er hreinlega bara búið að vera mikið að gera á bænum undanfarið.  Engar stórfréttir samt í gangi, nema þá helst að eldri prinsessan varð 5 ára síðastliðinn föstudag og hélt upp á stórafmælið með pompi og prakt.  16 vinir og vinkonur mættu á svæðið og samfögnuðu henni seinnipartinn og svo eftir að þeirri gleði lauk kom fullorðna frændfólkið í kaffi, svo að það var mikið að gera á bænum í síðustu viku.  Stórbakstur og tilheyrandi Whistling

Það var mikil gleði hjá prinsessunni að verða loksin 5 ára, enda búin að bíða eftir því síðan í september að eiga afmæli.  Annað eins gjafaflóð hefur líka aldrei sést á þessu heimili og daman mun ríkari en áður af hinum ýmsu munum sem að eru nauðsynlegir fyrir 5 ára prinsessur.  Litla systir var smá græneygð að horfa uppá allar þessar gjafir, en hún var hæstánægð með að fá nokkrar gjafir líka, enda ekki alveg að skilja þetta ennþá - en er þó komin með það á hreint að hún á afmæli í maí.

Höfum undanfarinn mánuð verið að leita okkur að hentugum húsgögnum í stofuna, en höfum ekki fundið neitt sem að okkur líkar við, svo að leitin heldur áfram, erum búin að þræða held ég hverja einustu húsgagnaverslun á stórhöfuðborgarsvæðinu og mér finnst alveg merkilegt hvað í raun er lítið úrval, flestar þessar verslanir eru með mjög svipuð húsgögn, og þá bara kannski 1-2 hluti í sömu línu, en við viljum náttúrulega fá heildarlausnina uppá lúkkið að gera, ekki samansafn af ýmsu.  Kannski erum við bara svona erfið, en blessunarlega erum við með sama smekkin og vitum uppá hár hvað við viljum, eigum bara eftir að finna það hehe...  Það er svo sem ekkert mál, fermum ekki fyrr en eftir 9 ár W00t

Vorum samt að velta fyrir okkur um helgina hvað hefði orðið um allan þennan tíma, okkur finnast ekki vera komin 5 ár síðan að Elíza var lítil, enda er hún ennþá stóra litla barnið okkar, sem reyndar er byrjuð að læra að lesa, svo að það eru kannski liðin 5 ár, en vá, tíminn líður ótrúlega hratt!

Maður verður greinilega að fara að koma því í verk sem að maður ætlar sér, áður en maður verður of  gamall til að standa í svoleiðis stússi, eftirlaunaaldurinn færist óðum nær! Shocking


Töfralausnir

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_herbalife.jpg

Eftir að hafa heyrt og lesið þessa frétt er ég alveg agalega fegin að hafa aldrei haft trú á þessum töfralausnum og hvað þá látist ginnast útí einhverja svona vitleysu.  Ég hafði það einu sinni af að fara á kynningu og þá fengum við að smakka ógeðslegan hristing - læknaði mig alveg af þeirri bakteríu að fara á einhvern sjeik kúr.  Held því semsagt enn fram að "töfralausnir" virka ekki!!  Allavegna ekki ef maður er að leita eftir langtímaárangri, og hvað kemur fólki og sérstaklega ókunnugu fólki það við þó að maður sé með smá spek? 


mbl.is Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir það gamla.  Bara svona að láta vita að maður er ennþá á lífi, en eitthvað ryðgaður og andlaus eftir allt átið undanfarna daga.  Mest lítið að frétta, en það breytist væntanlega þegar líður á mánuðinn og maður byrjar að plana nýja árið betur.  Þegar nokkrir hlutir komnir á skedjúlið svo að það ætti að vera hægt að segja frá einhverju skemmtilegu þegar líða tekur á mánuðinn. W00t

 


Gleðileg jól og áramót, takk fyrir allt þetta gamla!

Jæja, það mætti halda að maður hefði ekki verið í frí frá vinnu undanfarna viku, en ég held að það hafi sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér.  Jólin voru fín, mikið étið og auðvitað hef ég ekki grennst um eitt gramm frekar en fyrri jól, en svona eru jólin!  Vorum með fólk í mat hjá okkur á jóladag og fórum svo í jólaboð á annan í jólum.  Erum að fara á jólaball með stelpurnar á morgun og svo í beinu framhaldi af því í jólaboð, svo að það verður nóg við að vera um helgina.  Svo náttúrulega sprengjudagur (eins og Eliza kallar hann) á sunnudaginn, svo að þá verður kátt í kotinu, sérstaklega hjá húsbóndanum og Elizu, þeim finnst einstaklega gaman að sprengjunum, hún að horfa á, hann að kveikja í!  Aldrei að vita nema að maður reki inn nefið í eins og eitt eða tvö partý um nóttina, fer eftir þreytustiginu á okkur!

Við mæðgur erum bara búnar að vera að dúlla okkur heima hérna í rólegheitunum á milli jóla og nýárs, höfum fengið gesti í kaffi og svo verið að perla saman og leika okkur hérna heima.  Veðrið hefur nú ekki verið uppá marga fiska svo að við höfum nú lítið farið út, en vonandi kemur betri tíð von bráðar.  Ætlum að fara smá bæjarrúnt í dag, kíkja í nokkrar búðir og versla áramótasteikina, verð að fara að ákveða mig hvað ég ætla að hafa í matinn, gengur illa að taka ákvörðun!

Amælisbarn dagsins er hann Karl tengdafaðir minn, við óskum honum innilega til hamingju með daginn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband