London beibí...

londonJæja, þá er ég farin og komin aftur til baka.  Búin að taka aðeins á listisemdum lífsins í London þessa vikuna.  Ó ljúfa líf.  Stundum skil ég alls ekki hvað í ósköpunum við vorum að gera með því að flytja aftur heim, þegar sólin skín og það er tuttuguogeitthvað stiga hiti og sól þar, á meðan beljandi rigningin, haglél og jafnvel snjór dynur á okkur hérna, í apríl, og rokið þeytir okkur næstum um koll.  Nei mér finnst það óskiljanlegt, sérstaklega eftir að hafa spókað mig í sólinni þar alla vikuna.  En svo, kemur maður heim, og sér þessar sætu snúllur og man þá af hverju við fluttum heim.  Til að vera í nánari sambandi við stórfjölskylduna, þó stundum ég sé ekkert viss um að við hittumst oftar heldur en þegar við bjuggum úti, hehe, allavegna var fólk duglegra við að heimsækja okkur á meðan við bjuggum úti heldur en eftir að heim var komið.  Já, fjarlægðin gerir fjöllin blá.

Annars tókst mér að gera alveg ótrúlega margt þessa fáu daga.  Við hjónum fórum út að borða á Roka kvöldið sem við komum og daginn eftir gerðum við tilraun til að fara á British Museum, en þá var það lokað vegna verkfalls!  Fórum þá og hittum gamlan vinnufélaga minn frá Coke í löns (Pizza Express, namm), tókum smá rúnt um Disney búðina á eftir og versluðum á snúllurnar.  Um kvöldið komu síðan D og K út og þá fórum við á kínverskan, fengum marga rétti og vorum að byrja að borða rétt tæplega miðnætti.  Enda var okkur næstum því sópað út með ruslinu þegar við höfðum lokið við matinn. hehe  Daginn eftir tókum við K við að fylla á fataskápana hjá stelpunum okkar og okkur sjálfum, rétt stoppuðum um miðjan daginn til að fá okkur smá tyrkneskan (húmmus namm) til að auka kraftana áður en við lögðum í hann aftur.  Wow, var verslað eða hvað - ég allavegna þarf að fara og senda soldið mikið í Rauða Krossinn eftir þessa törn.  Allavegna, fórum síðan að sjá Mary Poppins um kvöldið og það var alveg æði.  Maður hefur náttúrulega séð myndina nokkrum sinnum, en að sjá þetta á sviði var alveg frábært.  Ótrúlegar allar þessar tæknibrellur sem að sviðið býður uppá, við vorum mjög ánægðar með sýninguna og kláruðum kvöldið með því að fara á indverskan í Soho eftir leikhúsið.  Á meðan við vorum að njóta lystisemda lífsins, voru strákarnir í einhverjum karlmennskuleikjum útí bæ.  Síðasta daginn fórum við í löns á japanskan og skoðuðum í búðarglugga (hömm hömm), keyptum ferðatösku undir allt góssið og sigldum svo uppí flugvél með viðkomu í Tesco og Toys'r'us - já stundum sakna ég þess alveg obboðslega að búa þarna ekki ennþá, en jæja, lífið er ekki eintómir sunnudagar!

Laugardagur í dag og mín á leiðinni á 20 ára reunion í kvöld - úff það verður nú eitthvað geim!  Spurning hvort að maður eigi að taka þetta með trompi í kvöld eða vera bara róleg og hvíla sig fyrir átök næstu viku?  Allavegna verður ekki mikið jamm hjá mér næstu vikurnar.  Vinir mínir á Lhs hringdu loksins í vikunni og boðuðu mig á sinn fund í næstu viku. Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband