Miðvikudagur, 4. október 2006
Samvera
Jæja, nú er maður búinn að vera giftur í hátt í þrjá mánuði og ég fór svona að ganni að telja saman samverustundir okkar saman síðan þá. Mér reiknast svo til að við höfum verið gift í 81 dag. Af þessum 81 degi hefur hann verið ca. 43 daga í burtu. Inni í þessari tölur eru reyndar hálfir dagar þar sem hann er annað hvort að koma eða fara! Svo að það má segja að maður sé hálfgerð grasekkja. Annars er nú von á bóndanum heim í nótt, bara lúxus þessi vika, hann verður heima fimmtudag OG föstudag , mikil hamingja á bænum!
Af húsbyggingarmálum er allt rólegt að frétta - málarinn ætlaði að vera búinn, en það strandar eitthvað á smiði til að koma og negla einn fo%&$#%&g lista í loftið, svo að þá gerist ekki neitt! Er farin að hallasta að þessi rúm 33% sem segja að húsið verði aldrei tilbúið í skoðanakönnuninni hafi rétt fyrir sér.
Set hérna með eina mynd af tónsnillingi framtíðarinnar, þarna er hún að slá sína fyrstu takta á leikskólanum, tekur sig bara vel út stelpan.
Athugasemdir
Hún er náttúrulega bara æðisleg, þarna með þríhornið :)
Inga Rún (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.