Færsluflokkur: Dægurmál

Titlar

c_documents_and_settings_administrator_desktop_snulli.jpg

Jæja, þá er maður loksins orðin ömmusystir, ekki það að ég hafi verið farin að örvænta, enda bráðung ennþá og amman aðeins 4 árum eldri en ég!  Það er svo skrýtið hvað svona titlar geta verið óraunverulegir.  Mér finnst t.d. systir mín ekki líta út eins og ömmur eiga að vera.  Mamma mín er langt frá því að vera langömmuleg og amma mín er ekki eins og langalangamma.  Ég man eftir langömmum mínum, fjörgömlum með grátt hár, í hjólastólum eða á elliheimilum, rúmfastar og komnar yfir nírætt, þ.e. þeim sem að náðu að lifa það af að vera á lífi eftir að ég komst á vitsmunaaldur.  Amma mín er t.d. enn í fullu fjöri, býr í miðbænum, fer á hverjum degi í sund, keyrir sér sjálf útum allan bæ og er á fullu í félagsstarfinu hjá eldri borgurum, dansar og spilar og föndrar enda ekki nema rétt rúmlega sjötug konan.  Ég man reyndar eftir ömmu þegar ég var lítil, hún var svona miklu meiri ömmutýpa heldur en t.d. systir mín er, alltaf í eldhúsinu eða að sauma eða prjóna eða baka, en kannski breytist fólk bara við að hreppa þennan titil Errm, maður veit aldrei hvað gerist.  Ég held að það sé soldið erfitt fyrir ömmur nútímans að keppa við t.d. manns eigins ömmur.  Konur sem að voru heimavinnandi og lifðu fyrir að stjana við börn og bú.  En svona er þetta bara, tímarnir breytast og mennirnir með.  En annars er þetta ekkert nýnæmi svosem í minni fjölskyldu, amma mín var t.d. á svipuðum aldri og systir mín er núna þegar hún varð amma systur minnar, og mamma mín var heldur yngri en það þegar hún varð amma, svo að kannski er þessi ömmuímynd eitthvað sem að kemur sjálfkrafa með ömmutitlinum.  En ég fæ víst ekki að upplifa það í bráð, enda verð ég orðin fjörgömul þegar ég hef tækifæri á að verða amma, ja, svona á svipuðum aldri og mamma er núna, og hún er orðin langamma!!  Vá, þetta er orðin langloka um langar ömmur... LoL

Annars ætlaði ég bara að segja ykkur að hann Bumbuz litli frændi minn er loksins fæddur, kom í heiminn klukkan 23.26 á sunnudagskvöldið 19.11 og vóg 15 merkur og var 54 sentimetrar.  Þetta hafðist að lokum en hafði þá staðið yfir í tæpa 45 tíma svo að allir voru orðnir þreyttir þegar hann loksins mætti á svæðið.  Hann hafði greinilega ákveðið að fá sinn eiginn afmælisdag, þar sem að mamma hans átti afmæli þann 18 og langafi hans 20, svo að hann rétt slapp fyrir horn þann 19., svo að það verður nóg að gera á þeim bæ í nóvember, afmæli eftir afmæli eftir afmæli!! Grin

Og hvað er svo með þetta veður, loksins kominn snjór, og þá bara slabbast allt niður - hvernig væri nú að fara ákveða sig með þetta þessir veðurguðir, maður er barasta ekkert viss um hvort að það sé vetur, vor eða haust??


32 tímar

Jæja, það styttist víst í það að maður fái nýjan titil, nú er Íris greyjið búin að vera með hríðar í 32 tíma og gengur hægt að útvíkkast.  En skulum nú vona hennar og allra vegna að þetta fari að verða búið.  Sendum henni hér með hríðarstyrkjandi kveðju Kissing

Já, nýji titillinn er víst ömmusystir, sem að þýðir bara eitt, systir mín verður amma, mamma verður langamma og amma verður langalangamma og það sem er sérkennilegasta við þetta allt saman er, að barnið er bæði skylt mér og Jóni Fannari og náttúrulega stelpunum okkar í báðar áttir.  Já, svona getur heimurinn nú verið lítill og skrýtinn!

Og munið svo eftir því að fara varlega í hálkunni og klæða ykkur vel, það er ennþá kalt úti!! W00t


Retail therapy!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_thermomet.jpg

Guð hvað það er góður fílingur að fara á smá sjopping spree og eyða fullt af peningum, bara í sjálfan þig.  Alveg gasalega upplífgandi.  Ég er svo heppin að með kjarasamningunum í starfinu mínu fæ ég úthlutað fatapeningum, reyndar stendur eitthvað um að ég eigi að klæðast dragt, en ég er nú ekki beinlínis þessi dragtartýpa, svo að ég fékk það á hreint að ég þarf ekki að klæðast dragt og fór svo bara og keypti mér fullt af huggulegum og kósý fötum!  Alveg búin að fata mig upp fyrir veturinn held ég barasta.  En á maður nokkurn tímann of mikið af fötum?  Undecided  Ég held barasta ekki.

En hvað er með þetta veður hérna?  Brrrr, held að mér eigi seint eftir að hlýna almennilega aftur, eftir daginn í dag, er búin að vera með hroll í allan dag.  Samt var ég í peysu, flíspeysu, úlpu, húfu og vettlingum í hvert skipti sem að ég brá mér út fyrir hússins dyr. (og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum, er vanalega alltaf heitt!)   Ég vorkenni bara aumingja börnunum í leikskólum og skólunum sem að eru send út að leika sér í þessum fimbulkulda.  Núna t.d. er 6 stiga frost og 25 m/s klukkan 22:00 hérna suðurfrá.  Það reiknast mér að sé um það bil jafngilt og ca. -30 °C, - jafnan fyrir þennan útreikning fylgir hér að neðan fyrir ykkur sem að finnst gaman að talnaleik.

Ck = (C + 272,2) × v^(0,0008×C - 0,0233) - 273

Þar sem Ck er vindkæling í °C  og C lofthiti í °C og v vindhraði í m/s; v ekki minna en 3 m/s

Nánari upplýsingar um vindkælingu má t.d. lesa á þessari síðu.

Brrrr....ég held að ég skríði barasta undir sæng núna, reyni að sofna í þessu roki og hávaða, svei mér þá ef að það hvín barasta ekki meðfram öllum gluggum í húsinu núna og gervihnattadiskurinn er að hugsa um að leggja í leiðangur miðað við glamrið sem að heyrist ofan af þakinu! 


Myndir

Jæja, hafði það loksins af að senda inn nokkrar myndir úr hinu margrómaða Halló Vín partýi.  Myndirnar eru búnar að fara í gegnum alvarlega ritskoðun og birtast hér á síðunni aðeins í takmarkaðann tíma.  Öllum er að sjálfsögðu velkomið að setja inn athugasemdir.  Þið nálgist myndirnar með því að smella HÉRNA!

Annir

Graskerið okkar

Já, það er mikið búið að vera um að vera hér á bæ undanfarið.  Allt á fullu í húsinu og við annaðhvort þar að parketleggja eða í Byko að versla eitthvað sem uppá vantar.  Þess á milli sefur maður og sækir vinnu.  Aumingja börnin eru búin að vera óvenjumikið í pössun þessa vikuna, enda foreldrarnir með eindæmum uppteknir.  Við búumst við að vera áfram soldið upptekin, enda stefnum við á að flytja í kringum næstu mánaðarmót ef að vel gengur að klára það sem klára þarf.  Auðvitað hefur eitt og annað gengið á, vitlaust afgreiddur vaskur, baðið passar ekki miðað við staðsetningu blöndunartækja, borað í gegnum pípu, ekki nóg af gólfflísum og eitt og annað smálegt, en það er bara gaman að því og eru vandamál ekki til að leysa þau??

Halló Vín partýið um síðustu helgi heppnaðist með eindæmum vel, mikið stuð, mikil gleði og mikil skemmtun.  Skelli hérna inn nokkrum myndum til gamans - og svo hittumst við bara að ári í næsta Halló Vín Partýi!


Farsímafár!

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_simi.jpg

Fyrir tæpum 8 árum eignaðist ég minn fyrsta GSM síma.  Hann var af Ericson gerð og gulur/svartur á lit.  Ég var alveg agalega lukkuleg með þennann síma og hann þjónaði sínu hlutverki vel, þar til ég eignaðist nýjan og síðan hef ég átt þá  nokkra!!  Það er alveg merkilegt hvað allt í einu, á örfáum árum, við erum orðin símavætt þjóðfélag.  Það fer allt hreinlega á annan endann ef að maður er ekki í símasambandi einn dag. 

Í morgun t.d., gleymdi ég að taka "gemmsann" minn með mér í vinnuna.  Það kom svo sem ekki að sök, alltaf hægt að hringja í mig í vinnuna eða ná mér á MSNinu ef að svo liggur á fólki.  Nema það, á miðvikudögum fer ég alltaf með Elizu í ballett beint eftir vinnu, svo að ég komst ekki í tæri við "gemmsann" minn fyrr en 18:45.  Þá var ég með 34 missed calls og 4 skilaboð í talhólfinu. 

Mikið assgoti er ég nú vinsæl!!  Svalur


Gleðilega Hrekkjarvöku!

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar.   Nánari upplýsingar má nálgast á Vísindavefnum

Sökum þess að þessi dagur ber uppá þriðjudag, höldum við uppá okkar síðbúna Halló Vín næstkomandi laugardagskvöld. 

Hallóvínpartý 2006

 


Allt að ske...

...eins og maður segir á lélegri íslensku Glottandi

Í morgun gerðist lítið kraftaverk, það mætti maður með bílfermi af innréttingum og byrjaði að setja þær upp, þetta verður allt tilbúið fyrir helgi!!  Þá á reyndar eftir að flísaleggja og parketleggja og tengja bað og vaska og draga í rafmagnið - en það er nú mikið komið þegar innréttingarnar, innihurðir og fataskápar eru komnir!! Hlæjandi   Núna vantar bara að spóla sér af stað í restina!!  Verst hvað við erum tímabundin á næstunni, Norge næstu helgi og Halló Vín þarnæstu - og ef þið eruð eitthvað að móðgast með að hafa ekki fengið boðskort, að þá gæti verið að ég sé með gamlar e-mail addressur hjá ykkur, fékk eitthvað endursent!! 

Brjálað annars að gera á öllum vígstöðvum á næstunni svo að það verður eitthvað lítið um uppfærslur hér.  Við mæðgur eyddum seinnipartinum í að skoða flísalím, fræðast um parketlím og lagningu á því (apparently þarf að prima gólfið fyrst með grunn, og síðan þarf límið undir viðargólfið að passa við grunninn og gólfhitinn má ekki vera á fyrstu 24-48 tímana og þá má kveikja á honum en bara hækka um eina gráðu á sólarhring!!)  og þetta lítur út fyrir að vera hið flóknasta mál!  Einnig skoðuðum við líka klósett, flísar, vaska og baðker, við erum komnar með niðurstöðu í málið held ég, þarf bara að fara í Byko og "drepa" þetta á morgun!!   Það væri náttúrulega bara týpískt mín heppni ef að þetta er svo ekki til á lager! 


Netfíkn ??

Held að ég sé haldin þessum nýja sjúkdómi.  Allavegna VERÐ ég að komast á netið og lesa féttir og blogg á svo til hverjum degi.  Sörvæva reyndar alveg 1-2 vikna frí frá tölvunni, en alltaf er jafn gott að lesa fréttir aftur!  Glottandi

Ekkert nýtt títt, kallinn liggur í flensu, en við stelpurnar erum hressar, reyndar Anita einum of hress stundum, gráum hárum hjá okkur fer óðum fjölgandi! Fýldur  Um síðustu helgi varð hún frekar reið er hún fékk ekki sínu framgengt ( um að fá nammi ) og kallaði mig Kúkalabba!  Núna er hún í því að segja eitt og annað við okkur, en klikkir út með "nei dók" sem að útleggst, "nei djók".  Maður veit eiginlega ekki hvað maður gerir við svona óþekktargorm! Óákveðinn  Prakkarastelpa!

Húsið er tilbúið undir parketlögn og flísalögn, eða svo til, vantar bara að sópa smá og ryksuga, hjálpsamir aðilar vinsamlegast gefið sig fram! Hlæjandi


mbl.is Netfíkn verður algengari og alvarlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undur og stórmerki...

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_light.gif

...hafa gerst í götunni hjá okkur.  Það hafa staðið yfir framkvæmdir í allt sumar, verið að skipta um vatnslögn í götunni (verst að eftir það er enginn kraftur á kalda vatninu, veit ekki hvað er svona betra við þessa lögn).  Í byrjun júlí var grafinn skurður fyrir framan húsið hjá okkur, í lok ágúst var honum lokað aftur, og hvað haldiði að hafi verið búið að gera þegar ég kom heim í gær??  Búið að malbika í hann líka, svo að núna þarf maður ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skemma bílinn í hvert skipti sem að maður keyrir heim.  Og til að kóróna allt saman, að þá voru menn að tyrfa hjá okkur garðinn þegar við komum heim í dag, ég sem var alveg að fara að hringja niðrá hitaveitu og kvarta yfir slæmum frágangi hjá þeim!  Reyndar er það þeim að kenna að sjónvarpið datt út hjá okkur í sumar, þeir hafa slitið kapalinn sem liggur frá götunni í húsið, og svo núna í tyrfingunni hafa þeir reynt að splæsa honum saman aftur, en gæðin mjög léleg, kemur samt mynd, sem er framför!  Núna er loksins aftur hægt að labba afturfyrir hús með sláttuvélina, efast samt að við sláum úr þessu.  Allavegna - það sem að ég vildi hafa sagt - þeir sem að hafa forðast að koma í heimsókn vegna bílastæðavandamála (skurðurinn) og dekkjakostnaðar (holurnar) að ykkur er óhætt að reka inn nefið, gatan er orðin fær fólksbílum aftur!  Glottandi

Annars verður mín eitthvað takmarkað heima um helgina, ætla að setjast á skólabekk, reyna að læra smá, spurning hvernig það tekst, maður er alveg komin úr þessum skólagír!  Vorkenni nú samt þeim sem að virðast vera uþb. 20 árum eldri en ég - usssuss, en svona er þetta, allir að mennta sig meira þessa dagana, dugar víst ekkert annað í þessum heimi!!  Það er farið að styttast allsvaðalega í prófin svo að núna er víst kominn tími á að maður leggist yfir bækurnar!

 Já og annað, óléttur virðast smitast á mínum vinnustað þessa dagana hraðar en lúsin! (fleiri óléttir en hafa fengið lús í vetur)   Ekki ég, ónei, en ég get svarið það, maður fréttir bara af nýrri óléttu í hverri viku, hvernig endar þetta???  Óska samt hlutaðeigandi innilega til hamingju!

 Lifið heil og verið góð hvort við annað!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband