Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Heyr heyr...

jamm, ég verð nú samt að segja að með mín eyrnabólgubörn að þá vildi ég ekki vera sýklalyfjalaus þegar ekki var svefnsamt fleiri fleiri nætur í röð.  Enda báðar mínar stelpur með rör, svo að hlutfallið er nú heldur hærra en 3. hver á mínu heimili!!  hehe  úff óh the joy....


mbl.is Draga þarf úr lyfjanotkun barna og bæta réttindi vinnandi foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekl...

crochet_tutorial...þessi handavinnubaktería er alveg að drepa mig þessa dagana.  Í dag misnotaði ég mér aðstöðu mína og lærði að hekla í skólanum.  Gekk í heklklúbbinn sem verið var að stofna í dag, og lærði að hekla.  Þarna sat ég, gamla konan á fertugsaldri, innan um 10, 11 og 12 ára stelpur og lærði undirstöðuatriði í hekli.  Betra seint en aldrei!

Prjónabakterían er eitthvað á niðurleið, er samt búin að ákveða að tækla ullarsokka á dömurnar næst, húfurnar eru tilbúnar, hehe, soldið misheppnaðar, en stelpurnar eru hæstánægðar með þær, þarf að þvo þær aftur og athuga hvort þær minnki ekki soldið í þurrkaranum, þær eru búnar að teygja þær svo og toga að þær passa orðið á mig, nema þær eru helst til litlar, ég minni helst á páfann með bleikann bolla á höfðinu!

Bústaðarferðin síðustu helgi var alveg brill, er svona um það bil að ná upp svefni og heilsu aftur!

Er annars í agalegri klípu þessa dagana, þarf að finna mér galakjól fyrir laugardag, fór í gær, fann ekkert (sem að passaði) svo að ég verð bara að halda áfram leitinni í vikunni.  Í versta falli enda ég í svörtum ruslapoka sem að ég verð búin að sprúsa upp með glimmeri og pallíettum, ja, eða brúðarkjólnum......hehehe, þá held ég að einhverjir munu missa andlitið!!


Sætindi eða ekki sætindi?

nammiJahá, þetta eru heldur betur fróðlegar niðurstöður sem að sjá má í fréttinni hérna að neðan.  Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað er rekin heilsustefna í mínum skóla og einungis leyfilegt að koma með hollt nesti og ekkert slikkerí.  Já, tímarnir hafa heldur betur breyst og við með! 
mbl.is Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

sunJá, og það verður mjög gleðilegt ef að veðrið í dag er forsmekkurinn af sumrinu!  Hérna suðurfrá var alveg einmunablíða, svo mikil blíða að fánarnir héngu lafandi niður og nenntu ekki einu sinni að blakta.  Í morgun var samt heldur kalt þegar við mæðgur lögðum af stað í ævintýraleiðangur dagsins, aðeins einnar gráðu hiti samkvæmt hitamælinum í bílnum.  Við vorum assgoti sprækar í morgun og vorum komnar í sundlaugina klukkan 10, eins og reyndar held ég barasta hálft bæjarfélagið, mest barnafólk þó, margir hafa eflaust notið þess að kúra aðeins lengur frameftir í morgun, ég veit að ég hefði alveg þegið það, en dömurnar voru nú ekki alveg á því, það var kominn dagur og sól úti.  Margt og mikið skemmtilegt brallað í dag, en nenni nú ekki að langlokast með það hérna, enduðum nú samt daginn á því að taka einn hjólreiðahring hérna um hverfið, Eliza á sínu hjóli og ég á mínu hjóli með Anitu í barnastólnum aftaná.  Voðalega hressandi.  Ætlum að reyna að vera duglegar að hjóla í sumar enda er alveg tilvalið að hjóla hérna um hverfið, lítið um brekkur og ekki svo margir bílar á ferli, enda má nú segja að hverfið hérna sé alveg týpískt úthverfi eins og þau þekkjast í stórborgunum, enda þarf að sækja allt út fyrir hverfið, þ.e. verslun og þjónustu.  Og einhvernveginn finnst mér allir hérna vera frekar chillaðir, mikið af fólki greinilega sem að tekur sér göngu með hundana sína eða maka, hehe, aldrei að vita nema að maður fari að draga bóndann með sér í göngutúr um hverfið í öllu góða veðrinu sem að verður hérna í sumar!

Annars er förinn heitið í sveitina hjá okkur um helgina, ætlum að liggja á meltunni, í sólinni auðvitað, og dífa annað slagið tánum í heita pottinn!  Ó ljúfa líf, ...


Af ræningjum...

...gekk í bókaklúbb fyrir stelpurnar um daginn, var lofað svaka tilboði, nokkrum bókum og ég veit ekki hvað og hvað fyrsta mánuðinn og svo ein bók á mánuði eftir það.  Ákvað að slá til í nokkra mánuði, alltaf gaman að eignast nýjar og fallegar bækur.  En svo barasta steingleymdi ég að ég hafði gengið í þennan bókaklúbb, fyrr en ég, fór að skoða visakortsyfirlitið mitt og sá að það var farin greiðsla út af kortinu mínu, og líka í síðasta mánuði, en ekki hafði ég orðið var við eina einustu bók inn um lúguna.  Svo að ég sendi kvörtunarbréf.  Og ekkert gerðist, ekki einu sinni svar!  Svo ég sendi annað kvörtunarbréf, spurning hvort að það komi eitthvað útúr því!!

Annars veit ég um dæmi í Bretlandi þar sem að veski var reyndar stolið, en skilaði sér til baka um 8 mánuðum seinna, reyndar bara með lyklum (með öryggislyklakippu svo að það var hægt að rekja hvert átti að senda okkur það) og ónýtri einnota myndavél, og svo náttúrulega veskið.  Löggan fann það og sendi það til baka.  Þannig að eitthvað kerfi hjá þeim virkar þarna úti, þó að það sé nú ekki það skilvirkasta.

Jæja, ætli sé ekki mál til komið að henda sér í háttinn, kallinn úti alla vikuna, en nóg á döfunni á næstunni svo að okkur á ekki eftir að leiðast.


mbl.is Vont að týna veskinu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri...

...langt og mjótt
mbl.is Offitugen fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bíð bara spennt

Vatnsberi: Þú er nú meiri partíveran! Ef einhver kann að skemmta sér þá er það þú og allir elta þig. Óvænt símtal færir spennandi fréttir og jafnvel ferðalag.

Sund

swimVoðalega er nú alltaf jafn hressandi að skreppa í sund!  Við fjölskyldan skelltum okkur í löngu overdue sundferð áðan, stelpurnar eru bara búnar að vera að suða um að fara í sund í nokkrar vikur, en einhvernveginn, þegar veðrið er vott, kalt og grátt, finnur maður sér einhverjar ástæður til að fara ekki.  En loksins þegar maður er kominn á staðinn að þá er það alltaf jafn gaman og hressandi.  Og þó að það hafi verið sól úti, þá var samt ísssssskalt, brrrr.  En er búin að heita mér því að vera nú dugleg að fara með stelpurnar í sund, við höfum bara allar gott af því. 

Annars mest lítið í fréttum, stóð fyrir stofnun starfsmannafélags í vinnunni í dag, svo að öll mál þar eru að komast í fastar skorður.  Get ekki annað sagt en að ég sé farin að hlakka til sumarsins, alveg kominn tími á langt langt frí, geisp, langtímaþreytan eitthvað farin að segja til sín.  Hef loksins stigið stórt skref fyrir mig og pantað mér viðtal hjá námsráðgjafa í næstu viku, hugurinn stefnir á eitthvað frekara nám á næstunni, aldrei að vita hvaða vitleysu mér dettur í hug að fara að stúdera. W00t


Aumingja barnið

Það á ekki af aumingja barninu að ganga.  Missir bróður sinn nokkra daga gömul, missir móður sína nokkra mánaða, og svo núna er ætlaður faðir hennar ekki faðir hennar, heldur annar maður.  Ja, það er ekki annað hægt að segja en aumingja litla barnið - það byrjar ekki gæfulega fyrir henni lífið.  Vonum bara hennar vegna að hún þurfi ekki að líða fleiri hörmungaratburði á lífsleiðinni.  En hvað veit maður, er ekki slagurinn um allar milljónirnar enn í gangi??
mbl.is Birkhead er faðir Dannielynn Smith
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna

scale_footÞessu hef ég alltaf haldið fram, þarf enga vísindamenn til að segja mér þetta, þekki þetta af eigin reynslu, enda sýnir reynslan mér það bara.  Woundering  En auðvitað fellur maður alltaf í þennan forarpitt að skella sér í megrun endrum og eins, alltaf með sama árangri.  Ágætt að fá þetta staðfest svona á prenti - ekki ætlar maður að auka hættuna á hjartaáföllum og heilablóðföllum með að fara í megrun meir, nóg er áhættan fyrir.  hehehe

Held reyndar að ég reyni að taka mér súkkulaðipásu á næstunni, búin að gúffa í mig alveg ógrynni af súkkulaði yfir hátíðarirnar. 


mbl.is Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband