Mánudagur, 16. október 2006
Talandi um að vera utan við sig!
Já, hann hefur greinilega verið eitthvað utan við sig maðurinn þarna í Suður-Afríku sem að gleymdi barninu sínu í bílnum, með hörmulegum afleiðingum. Þetta er eitthvað sem að enginn vill lenda í!
Annars var helgin fín, fengum góða gesti á laugardag og svo fórum við í leikhús í gærkvöldi, og ég veit núna að það er hreinlega hægt að deyja úr hlátri. Ég hló svo mikið á tímabili að ég hélt að ég myndi hreinlega kafna og það líða yfir mig. Náði ekki andanum á tímabili ég hló svo mikið, og var farið að svima og líða undarlega - sem betur fer dó ég ekki... hehehe. Annars fórum við að sjá Viltu finna milljón, sem er alveg sprenghlægilegt gamanleikrit, þó að söguþráðurinn hafi nú verið hálf þunnur - en gaman að því - hláturinn lengir lífið, ef maður hreinlega deyr ekki úr honum!
Aníta er búin að vera með hita annað slagið síðan á föstudagskvöldið, en er samt bara nokkuð hress inn á milli þess sem að hitinn rýkur upp. Hún er ekki með nein sjáanleg einkenni, þ.e. ekki með kvef, kvartar ekki um í eyrum eða hálsi og segist ekki vera illt neins staðar, svo að ef að hún rýkur enn einu sinni upp í hita í kvöld verðum við að láta kíkja á litla strumpinn, núna er klukkan orðin korter yfir 3 og hún enn hitalaus, við krossleggjum fingur um að svo verði áfram!
Kallinn heima þessa vikuna svo að ég er hamingjusöm kanína!
![]() |
Ungabarn lést þegar faðir þess gleymdi því í bíl í Höfðaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. október 2006
Smá öppdeit
Mar hefur nú ekki frá miklu að segja eftir þessa helgi. Held að hápunktur helgarinnar hafi verið þegar Kitchen Aid sem að við fengum í brúðargjöf var tekin í notkun á laugardaginn þegar við bjuggum til pasta í pastavélinni sem að við fengum okkur við hana (brúðargjöf auðvitað). Það smakkaðist að sjálfsögðu æðislega og verða eflaust gerðar fleiri tilraunir með apparatið á næstunni!
Við hjónakornin sátum í skólanum og lærðum um helgina ( eða reyndum það ) og komumst bæði að því að við þurfum að setjast niður og byrja að læra. Bara spurning hvenær maður gefur sér tíma í það.
Það er komin dagsetning á árlega Halló-Vín partýið okkar - það verður haldið laugardaginn 4. nóvember - vinsamlegast takið kvöldið frá og byrjið þegar að sauma búningana...hehehe. Fyrir þá sem nenna ekki að sauma og vilja panta get ég bent á þessa síðu, www.joke.co.uk
Við erum að fara til Noregs síðustu helgina í október - ætlum að skella okkur í heimsókn til Trausta og Elsu með stelpurnar, bara gaman að því!
Tengdamóðir mín varð árinu eldri í gær og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju með það - og takk fyrir kökurnar slef!
Eliza Lív teiknaði þessa mynd áðan á meðan ég setti Anitu í rúmið, ef að þið sjáið ekki hvað þetta er að þá er þetta hinn myndarlegasti blómálfur, ég bara varð að leyfa þessu að fljóta með.
Kallinn annars kominn til London eina ferðina enn, skil ekki hvað við vorum að flytja þaðan, hann er alltaf þar, hehehe. Annars er þetta 8. vikan hans í röð á ferðalagi, kemur alltaf heim um helgar til að knúsa okkur þessi elska.
Ég ætla annars að snúa mér að skilaverkefni vikunnar í rafmagnsfræðinni, diffrun og tegrun, hvað er nú það, verð að þykjast vita eitthvað og reyna að koma einhverju vitrænu frá mér fyrri miðnætti.
Á meðan...
...lifið heil
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. október 2006
Undur og stórmerki...
...hafa gerst í götunni hjá okkur. Það hafa staðið yfir framkvæmdir í allt sumar, verið að skipta um vatnslögn í götunni (verst að eftir það er enginn kraftur á kalda vatninu, veit ekki hvað er svona betra við þessa lögn). Í byrjun júlí var grafinn skurður fyrir framan húsið hjá okkur, í lok ágúst var honum lokað aftur, og hvað haldiði að hafi verið búið að gera þegar ég kom heim í gær?? Búið að malbika í hann líka, svo að núna þarf maður ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skemma bílinn í hvert skipti sem að maður keyrir heim. Og til að kóróna allt saman, að þá voru menn að tyrfa hjá okkur garðinn þegar við komum heim í dag, ég sem var alveg að fara að hringja niðrá hitaveitu og kvarta yfir slæmum frágangi hjá þeim! Reyndar er það þeim að kenna að sjónvarpið datt út hjá okkur í sumar, þeir hafa slitið kapalinn sem liggur frá götunni í húsið, og svo núna í tyrfingunni hafa þeir reynt að splæsa honum saman aftur, en gæðin mjög léleg, kemur samt mynd, sem er framför! Núna er loksins aftur hægt að labba afturfyrir hús með sláttuvélina, efast samt að við sláum úr þessu. Allavegna - það sem að ég vildi hafa sagt - þeir sem að hafa forðast að koma í heimsókn vegna bílastæðavandamála (skurðurinn) og dekkjakostnaðar (holurnar) að ykkur er óhætt að reka inn nefið, gatan er orðin fær fólksbílum aftur!
Annars verður mín eitthvað takmarkað heima um helgina, ætla að setjast á skólabekk, reyna að læra smá, spurning hvernig það tekst, maður er alveg komin úr þessum skólagír! Vorkenni nú samt þeim sem að virðast vera uþb. 20 árum eldri en ég - usssuss, en svona er þetta, allir að mennta sig meira þessa dagana, dugar víst ekkert annað í þessum heimi!! Það er farið að styttast allsvaðalega í prófin svo að núna er víst kominn tími á að maður leggist yfir bækurnar!
Já og annað, óléttur virðast smitast á mínum vinnustað þessa dagana hraðar en lúsin! (fleiri óléttir en hafa fengið lús í vetur) Ekki ég, ónei, en ég get svarið það, maður fréttir bara af nýrri óléttu í hverri viku, hvernig endar þetta??? Óska samt hlutaðeigandi innilega til hamingju!
Lifið heil og verið góð hvort við annað!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. október 2006
Samvera
Jæja, nú er maður búinn að vera giftur í hátt í þrjá mánuði og ég fór svona að ganni að telja saman samverustundir okkar saman síðan þá. Mér reiknast svo til að við höfum verið gift í 81 dag. Af þessum 81 degi hefur hann verið ca. 43 daga í burtu. Inni í þessari tölur eru reyndar hálfir dagar þar sem hann er annað hvort að koma eða fara! Svo að það má segja að maður sé hálfgerð grasekkja. Annars er nú von á bóndanum heim í nótt, bara lúxus þessi vika, hann verður heima fimmtudag OG föstudag , mikil hamingja á bænum!
Af húsbyggingarmálum er allt rólegt að frétta - málarinn ætlaði að vera búinn, en það strandar eitthvað á smiði til að koma og negla einn fo%&$#%&g lista í loftið, svo að þá gerist ekki neitt! Er farin að hallasta að þessi rúm 33% sem segja að húsið verði aldrei tilbúið í skoðanakönnuninni hafi rétt fyrir sér.
Set hérna með eina mynd af tónsnillingi framtíðarinnar, þarna er hún að slá sína fyrstu takta á leikskólanum, tekur sig bara vel út stelpan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. október 2006
Af hverju?
Af hverju í ósköpunum getur maður aldrei unnið sér í haginn og gert hlutina tímanlega?? Alveg merkilegt hvað ég þarf alltaf að vera á síðustu stundu með hlutina. Núna t.d. er ég búin að eyða kvöldinu í að þræla mér í gegnum 2 skilaverkefni sem að, sem betur fer, ég náði að skila af mér fyrir miðnætti, en þá rann út sá frestur sem ég hafði til að skila þeim. úff púff, heiti mér alltaf í hverri viku að vera duglegri að læra í miðri viku, held reyndar að flensa síðustu viku hafi orsakað mikið af heilasellugraut svo að lærdómur varð eitthvað takmarkaður.
Af hverju í ósköpunum fær maður alltaf kvef á haustin??
Af hverju kemur alltaf lús á haustin - og það nýjasta, bróðir hennar, Njálgur er kominn í heimsókn uppí skóla líka, svo að núna er önnur hendin að klóra í rassi meðan hin klórar í haus Tóm ímyndun í manni náttúrulega - en alveg ótrúlegt hvað maður nær að ímynda sér hehehe.
Skruppum annars uppí Hvanngil með RT8 um helgina, það var voða gaman og mikið jeppast. Stefnum á frekari jeppaferðir í vetur, okkur fannst þetta hin besta skemmtun, og ferða DVDið er alveg að gera sig í aftursætinu, á tímabili héldum við hreinlega að við hefðum gleymt stelpunum heima - það var þögn úr aftursætinu - lengi lengi lengi!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. september 2006
Þessi tími ársins...
...það er einmitt á þessum tíma ársins að laufin falla af trjánum, lúsin kemur upp í skólunum og kvefpestir herja á alla. Ég er einmitt búin að næla mér í eina slíka núna, hnerra, snýti mér, hósta og svitna á milli þess sem að ég skelf úr kulda. Iss, ekki gaman að þessu, lét mig hafa það að fara svona í vinnuna í gær, en í dag hef ég ákveðið að vera heima og reyna að ná þessu úr mér, nenni ekki að liggja lengur í þessu heldur en ég þarf, og fann hvað ég versnaði eftir því sem leið á gærdaginn. Svo mín er heima í dag með nefspray og box af tissjúi.
Annars er svo sem mest lítið að frétta af okkur. Húsið mjakast áfram, stelpurnar eru hressar og kallinn líka, nóg að gera í öllu fyrir utan það svo að þetta er allt í orden. Á döfunni á næstunni er að læra soldið meira, fara í böns af afmælum (bara búið að bjóða í 4 núna sömu helgina og það voru 2 síðustu helgi, hefur þetta eitthvað með það að gera að það eru 9 mánuðir frá jólum??), ein jeppaferð er á döfunni ef að heilsan lagast eitthvað og svo þetta daglega streð þess á milli. Erum ekki komin með dag á flutninga ennþá, en væntanlega geta gólfefnalagnir hafist eftir 1- 2 vikur. Biðjum því viðkomandi aðila sem að ætla að aðstoða okkur við það að setja sig í startholurnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. september 2006
Til hamingju!
Vinir okkar, Soffa og Steini eru orðnir foreldrar. Þeim fæddist hinn myndarlegasti snáði síðastliðinn fimmtudag 21.09 klukkan rúmlega 18 útí London. Við viljum færa þeim okkar bestu árnaðar og heillaóskir. Snáðinn er auðvitað kominn með heimasíðu eins og öll alvöru börn í dag og má skoða hann á
http://thoriringi.barnaland.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. september 2006
Stutt er á milli hláturs og gráturs!
Já enginn veit sína ævina fyrr en öll er! Ég veit ekki alveg hvernig það er, en mér finnst einhvernveginn fleiri deyja í kringum mig þessa dagana heldur en verið hefur. T.d. á meðan við bjuggum úti, var það mjög lítið, en svo einhvernveginn þegar við erum orðinn partur af íslensku samfélagi aftur, að þá snertir dauðinn mann oftar því að maður fylgist betur með því sem að er að gerast. (andlátstilkynningar og minningargreinar o.s.frv.)
Ein kunningjakona mín lést s.l. sunnudag langt um aldur fram og vil ég því tileinka henni þessa færslu. Hún var góð kona, ávallt svo lífleg, hress og skemmtileg og gaman að spjalla við hana um heima og geima. Þó að kynni okkar hafi nú ekki varað nema s.l. ár að þá var hún þannig manneskja sem að gaf svo mikið af sér, eftirminnileg persóna. Ég hálfpartinn trúi því varla að hún sé farin. Guð blessi þig og geymi Jóna mín.
Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. september 2006
Nýr fjölskyldumeðlimur
Fórum í verslunarferð til höfuðborgarinnar í dag. Keyptum hálfa Smáralindina held ég bara, enda var kominn tími á að húsbóndinn verslaði sér ný föt. (auðvitað fékk frúin líka smá) Ginger gamla gaf upp öndina um daginn og fær væntanlega bálför frá Kölku á næstunni. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn var sóttur til höfuðborgarinnar í dag og hefur hlotið nafnið Rauðka. Við væntum góðs af henni í framtíðinni - verst að hún er ekki forritanleg og með fjarstýringu - en það er næsta kynslóð. Hef sett mynd af henni hérna til hliðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. september 2006
ó ó ó ó ó ó ó...
...ég á svo bágt, sit hérna og vorkenni sjálfri mér og minn besti vinur þessa stundina er stórt box af íbúfeni. Í dag leið mér einhvernveginn svona eftir ca. 10 deyfingar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)